Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 34
öðru lagi hefur rannsakendum reynst erfitt að safna saman gögnum um afbrota- sögu einstaklinga þar sem upplýsingar eru dreifðar milli stofnana. 4. ÍSLENSKAR RANNSÓKNIR Á ÍTREKUNARTÍÐNI Rannsóknir á ítrekunartíðni á Islandi eru á margan hátt athyglisverðar og brýnar. Island er félagslega og menningarlega að mörgu leyti ólíkt þeim lönd- um þar sem rannsóknir á ítrekunartíðni hafa verið gerðar. Hér er því um kjörið tækifæri á sviði samanburðarrannsókna að ræða sem getur hugsanlega veitt nýja sýn á kenningar og þá þekkingu sem fyrir er. f afbrotafræðinni er ríkjandi sú afstaða að ítrekunartíðni sé almennt lægri í fámennari og menningarlega einsleitum samfélögum en hjá fjölmennari og menningarlega fjölbreyttari þjóð- um og því athyglisvert að sjá hvernig ísland fellur að þeim hugmyndum. Á ís- landi gefst einnig tækifæri til þess að byggja upp heildstæðari mynd af afbrota- sögu íslendinga miðað við mörg önnur lönd þar sem gögnum hefur á rannsókn- artímabilinu verið haldið vel til haga hjá Fangelsismálastofnun og lögreglu. Mælingin á ítrekunartíðni á íslandi er því á margan hátt áreiðanlegri en víða annars staðar þar sem upplýsingarnar ná til brotahópsins alls á viðkomandi tímabili og eru fyrir hendi í miðlægri skrá viðkomandi embætta. Aðstæður á ís- landi eru því ákjósanlegar fyrir rannsókn af þessu tagi og niðurstöður mjög áhugaverðar í ljósi alþjóðlegs samanburðar. Rannsóknir á endurkomutíðni brotamanna á íslandi eru ekki margar. Þó er til ein sem er sambærileg því sem þekkist erlendis. Niðurstöður Ómars H. Krist- mundssonar (1988) sýndu að um 60 prósent þeirra sem luku refsivist árin 1979 og 1980 (fjöldi 239) voru dærndir aftur til refsivistar 4-5 árum síðar. í rannsókn Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar (1997) kom í ljós að 40 prósent tæplega 500 fanga sem afplánuðu refsivist á árunum 1991- 1995 höfðu áður sætt fangelsisvist, en ekki er getið um hve hátt hlutfall þeirra hlaut fangelsisdóm innan tiltekins tímabils eftir afplánun. Tvær rannsóknir á ítrekunartíðni ungs fólks hafa verið gerðar. Gísli Guðjóns- son (1982) fylgdi eftir rúmlega 70 drengjum (8-15 ára) sem vistaðir voru í Breiðuvík á árunum 1953-1970 og komst að því að 75 prósent drengjanna höfðu framið annað afbrot þremur árum eftir lok vistunar á unglingaheimilinu. Rannsókn Jóns Friðriks Sigurðssonar, Gísla Guðjónssonar og Maríusar Peer- sen (Jón Friðrik Sigurðsson 1999) á 108 unglingum sem hlutu skilorðsbundna ákærufrestun leiddi í ljós að 31 prósent stóðst ekki skilorð ákærufrestunarinnar (sern var ýmist eitt eða tvö ár) og finun árum síðar höfðu 41 prósent ungling- anna verið sakfelldir. Þá hefur ein samanburðarrannsókn verið gerð á ítrekun- artíðni fanga sem luku (fjöldi 34) og luku ekki (fjöldi 14) áfengis- og fíkniefna- meðferð í refsivist á tímabilinu 1990-1993 (Jón Friðrik Sigurðsson og Erlend- ur Baldursson 1998). Niðurstöður sýndu að 30 prósent þeirra sem fóru í með- ferð komu aftur í fangelsi á tímabilinu 1990-1993 og að ekki var marktækur munur á endurkomu þeirra sem luku fullri meðferð og þeirra sem ekki luku nteðferð. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.