Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Side 34

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Side 34
öðru lagi hefur rannsakendum reynst erfitt að safna saman gögnum um afbrota- sögu einstaklinga þar sem upplýsingar eru dreifðar milli stofnana. 4. ÍSLENSKAR RANNSÓKNIR Á ÍTREKUNARTÍÐNI Rannsóknir á ítrekunartíðni á Islandi eru á margan hátt athyglisverðar og brýnar. Island er félagslega og menningarlega að mörgu leyti ólíkt þeim lönd- um þar sem rannsóknir á ítrekunartíðni hafa verið gerðar. Hér er því um kjörið tækifæri á sviði samanburðarrannsókna að ræða sem getur hugsanlega veitt nýja sýn á kenningar og þá þekkingu sem fyrir er. f afbrotafræðinni er ríkjandi sú afstaða að ítrekunartíðni sé almennt lægri í fámennari og menningarlega einsleitum samfélögum en hjá fjölmennari og menningarlega fjölbreyttari þjóð- um og því athyglisvert að sjá hvernig ísland fellur að þeim hugmyndum. Á ís- landi gefst einnig tækifæri til þess að byggja upp heildstæðari mynd af afbrota- sögu íslendinga miðað við mörg önnur lönd þar sem gögnum hefur á rannsókn- artímabilinu verið haldið vel til haga hjá Fangelsismálastofnun og lögreglu. Mælingin á ítrekunartíðni á íslandi er því á margan hátt áreiðanlegri en víða annars staðar þar sem upplýsingarnar ná til brotahópsins alls á viðkomandi tímabili og eru fyrir hendi í miðlægri skrá viðkomandi embætta. Aðstæður á ís- landi eru því ákjósanlegar fyrir rannsókn af þessu tagi og niðurstöður mjög áhugaverðar í ljósi alþjóðlegs samanburðar. Rannsóknir á endurkomutíðni brotamanna á íslandi eru ekki margar. Þó er til ein sem er sambærileg því sem þekkist erlendis. Niðurstöður Ómars H. Krist- mundssonar (1988) sýndu að um 60 prósent þeirra sem luku refsivist árin 1979 og 1980 (fjöldi 239) voru dærndir aftur til refsivistar 4-5 árum síðar. í rannsókn Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar (1997) kom í ljós að 40 prósent tæplega 500 fanga sem afplánuðu refsivist á árunum 1991- 1995 höfðu áður sætt fangelsisvist, en ekki er getið um hve hátt hlutfall þeirra hlaut fangelsisdóm innan tiltekins tímabils eftir afplánun. Tvær rannsóknir á ítrekunartíðni ungs fólks hafa verið gerðar. Gísli Guðjóns- son (1982) fylgdi eftir rúmlega 70 drengjum (8-15 ára) sem vistaðir voru í Breiðuvík á árunum 1953-1970 og komst að því að 75 prósent drengjanna höfðu framið annað afbrot þremur árum eftir lok vistunar á unglingaheimilinu. Rannsókn Jóns Friðriks Sigurðssonar, Gísla Guðjónssonar og Maríusar Peer- sen (Jón Friðrik Sigurðsson 1999) á 108 unglingum sem hlutu skilorðsbundna ákærufrestun leiddi í ljós að 31 prósent stóðst ekki skilorð ákærufrestunarinnar (sern var ýmist eitt eða tvö ár) og finun árum síðar höfðu 41 prósent ungling- anna verið sakfelldir. Þá hefur ein samanburðarrannsókn verið gerð á ítrekun- artíðni fanga sem luku (fjöldi 34) og luku ekki (fjöldi 14) áfengis- og fíkniefna- meðferð í refsivist á tímabilinu 1990-1993 (Jón Friðrik Sigurðsson og Erlend- ur Baldursson 1998). Niðurstöður sýndu að 30 prósent þeirra sem fóru í með- ferð komu aftur í fangelsi á tímabilinu 1990-1993 og að ekki var marktækur munur á endurkomu þeirra sem luku fullri meðferð og þeirra sem ekki luku nteðferð. 28

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.