Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 46
- Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að ítrekunartíðni þeirra sem ljúka fangavist á Islandi sé mjög svipuð því sem tíðkast meðal annarra þjóða, jafnvel þó að sumar þessara þjóða beiti talsvert þyngri refsingum en íslend- ingar. - Engin merki sjást um að þyngri refsingar dragi úr ítrekunartíðni en vísbend- ingar eru um hið gagnstæða. Þyngri refsingar eru því ekki líklegar til að draga úr líkum á ítrekun. 11. LOKAORÐ A síðustu árum hafa afbrotafræðingar og þeir sem koma að stefnumótun í málaflokki afbrota í æ ríkari mæli viðurkennt mikilvægi samanburðarathugana milli landa til að varpa skýrara ljósi á afbrot og hvernig unnt sé að koma í veg fyrir þau. Þrátt fyrir viðurkenningu á mikilvægi rannsókna af þessu tagi hafa til- tölulega fáar rannsóknir verið framkvæmdar enn sem komið er vegna ýmiss konar erfiðleika, t.d. tungumálaörðugleika, ólíkrar skilgreiningar fyrirbæra og því að málefni sem snerta afbrot eru stundum pólitískt viðkvæm sem hamlað getur samanburðarrannsóknum. Með framangreint í huga vonumst við eftir því að rannsókn okkar verði lýsandi dæmi um hvað hægt sé að gera með alþjóðlegu samstarfi. Rannsóknin var fjármögnuð bæði af íslenskum og bandarískum aðil- um og samstarfsaðilarnir koma frá báðum þessum löndum. Þessir aðilar unnu saman sem eitt samsett lið og öðluðust fyrir vikið dýpri skilning á ítrekunartíðni ekki aðeins á Islandi heldur einnig í alþjóðlegu samhengi. Stundum lítur vand- inn sem við er að glíma hverju sinni mun verr út þegar eingöngu er litið á hann í einangrun frá öðrum þjóðum og ítrekunartíðni afbrotamanna er þar engin und- antekning. Þegar fréttir berast af því að stór hópur brotamanna snúi aftur til brota er eðlilegt að spurningar vakni um hvort réttarkerfið skili nægilega góð- um árangri. I alþjóðlegu samhengi sjáum við þó að ítrekunartíðnin getur litið talsvert öðru vísi út. Sérstaklega verður þetta ljóst með Island sem í alþjóðleg- um samanburði hefur tiltölulega lága tíðni alvarlegra glæpa án þess þó að beita hörðum refsingum. A sama tíma er ítrekunartíðni á Islandi ekki hærri en tíðk- ast meðal annarra þjóða sem þó beita harðari viðurlögum. Þetta er mikilvægur lærdómur sem Island getur miðlað til annarra þjóða. Það hlýtur þó að vera brýnt úrlausnarefni fyrir samfélag og stjómvöld í öllum ríkjum að leita nýrra leiða til að draga úr endurhvarfi brotamanna til afbrota og auðvelda þeim aðlögun að farsælu lífi í samfélaginu. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.