Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 44
bundinn dóm sýndu lægsta tíðni ítrekunar. Fyrir utan að sýna mun á ítrekunar-
tíðni milli ólrkra tegunda refsinga sýndi greining að ítrekunartíðni hefur til-
hneigingu til að vera hæst meðal yngri einstaklinga, karla, þeirra sem hafa fyrri
brotasögu að baki og þeirra sem dæmdir eru fyrir fjármunabrot. Vísbendingar
fundust um að ítrekunartíðni sé hærri meðal þeirra sem hlutu lengri dóma en
þessi niðurstaða takmarkast þó við þá sem luku samfélagsþjónustu og þá sem
fengu skilorðsbundinn dóm. Að lokum sýna niðurstöðurnar að tíðni ítrekunar
og nýrrar fangelsunar hefur ekki breyst verulega á rannsóknartímabilinu en pró-
sentuhlutfall dæmdra brotamanna sem lögregla hefur afskipti af á ný hefur auk-
ist verulega.
Rannsóknin tekur á fjölmörgum þáttum og leiðir í ljós nokkur athyglisverð
mynstur. Þeir þættir sem skoðaðir voru gefa einnig næg tækifæri til frekari
rannsókna á ítrekunartíðni á Islandi. Hér hefur aðeins verið tæpt á þeim fjöl-
mörgu spumingum sem hægt er að leita svara við en með frekari gagnasöfnun
í framtíðinni og greiningu á þeim er hægt að gefa enn rækilegri mynd. Hægt
væri að prófa ýmsa aðra þætti með þessum upplýsingum. Þar má nefna umfang
og forspárgildi reynslulausnar, nákvæmari greiningu á ítrekun eftir tegund nýja
brotsins og að hvaða marki forspárgildi ítrekunar hefur samverkandi áhrif inn-
byrðis sem síðan hefur áhrif á umfang ítrekunar. Varðandi seinni þáttinn er hægt
að skoða nokkur atriði, m.a. hvort tilteknar tegundir refsinga dragi úr ítrekun til-
tekinna brotamanna (t.d. yngri brotamanna eða þeirra sem eiga stuttan brotafer-
il að baki) eða hvort áhrif lengdar dóms á ítrekun sé mismunandi eftir tegund-
um brota.
Hægt væri að rannsaka fleiri mikilvægar spurningar með því að bæta inn
upplýsingum í gagnasafnið. Þó að upplýsingamar í rannsókninni séu afar um-
fangsmiklar sýna þær ekki alla þá þætti sem fyrri rannsóknir á íslandi hafa tengt
við ítrekanir og hugsanlega geyma þær ekki alla þá þætti sem gætu vakið áhuga
opinberra stefnumótenda í þessum málaflokki. Óskandi væri að rannsóknir í
framtíðinni tækju einnig mið af fleiri mælikvörðum ítrekunar eins og upplýs-
ingum um atvinnuþátttöku brotamanna bæði fyrir og eftir að afplánun lauk,
vímuefnanotkun þeirra auk fjölskylduhaga. Ekki síður væri athyglisvert að
byggja rannsóknir á frásögn brotamannanna sjálfra til að varpa ljósi beint á
reynslu þeirra. Einnig væri athyglisvert að meta hvort ítrekunartíðni sé breyti-
leg eftir vistunarstað fanga, þ.e. eftir þeim fimm fangelsum sem starfrækt eru á
Islandi, eða eftir eðli þeirrar samfélagsþjónustu sem innt er af hendi. Ekki var
hægt að mæla hvort ítrekunartíðni er breytileg eftir tegundum refsinga en hægt
er að víkka þessa mælingu umtalsvert. Sem dæmi má nefna að athyglisvert væri
að mæla hvort ítrekunartíðni þeirra sem hljóta sektardóma án þess að hljóta
refsingu af öðru tagi sé önnur en þeirra sem hljóta aðrar tegundir refsinga. Að
auki myndu fyllri upplýsingar um inntak refsingarinnar sjálfrar hugsanlega gefa
skýrari mynd af virkni ólíkra tegunda af refsingum. Það væri t.d. fróðlegt að
meta áhrif ólíkra úrræða innan fangelsanna sjálfra svo og úrræða utan fangelsis-
veggjanna eins og áhrif vímuefnameðferðar og vistunar á áfangaheimili Vemd-
38