Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Qupperneq 40

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Qupperneq 40
Fjármunabrot, manndráp og líkamsmeiðingar mynda stærra hlutfall hjá skil- orðsdómþolum en hjá fangelsisúrtakinu (mestmegnis vegna minni háttar lík- amsmeiðinga) en hið gagnstæða gildir um fíkniefnabrot sem eru algengari hjá fangelsisúrtakinu. Tafla 2 sýnir einnig að fangelsisúrtakið afplánaði að meðaltali tæplega þrjá mánuði fangavistar meðan samfélagsþjónustuúrtakið afplánaði að meðaltali um einn mánuð. Skilorðsdómþolar sættu ekki fangavist (að undanskildum fáeinum einstaklingum sem voru í gæsluvarðhaldi í einhvem tíma áður en dómur féll í máli þeirra) en að meðaltali hljóðaði skilorðsbundinn dómur þeirra upp á 2.5 mánaða fangelsi. Aðeins litlum hluta úrtaksins var gert að greiða fésektir til við- bótar við fangelsisdóm en skilorðsdómþolar voru þó líklegri til að vera dæmd- ir til að greiða sektir en þeir sem sættu fangavist eða samfélagsþjónustu. Loks höfðu, eins og við er að búast, flestir þeirra sem sættu skilorðsbundinni refsingu ekki áður hlotið dóm (88 prósent) eða sætt fangavist (92.4 prósent). Þeir sem luku afplánun með samfélagsþjónustu voru líklegri en skilorðsdómþolar til að hafa að minnsta kosti einn eldri dóm (56.1 prósent) eða fyrri fangavist (46.8 prósent) en ekki eins líklegir til að eiga sakarferil að baki eins og þeir sem luku afplánun í fangelsi en af þeim höfðu 74.4 prósent einn eða fleiri eldri dóma og 51.5 prósent höfðu að minnsta kosti einu sinni áður setið í fangelsi. I rannsókninni var leitað svara við því hvort einhverjir þessara þátta, þar á meðal tegundir refsinga, tengjast ítrekunartíðni. Hér á eftir verður sjónum beint að heildarúrtakinu til að athuga hvort ítrekunartíðni sé breytileg eftir því hvers konar refsingu var beitt. Itarlegri greiningu og umræðu um niðurstöður er að finna í bók eftir sömu höfunda sem út kom fyrr á þessu ári hjá Háskólafjölritun (Baumer, Helgi Gunnlaugsson, Kristrún Kristinsdóttir og Wright, 2001). 8. TEGUND REFSINGAR OG ÍTREKUNARTÍÐNI Hvaða tegund refsingar hefur mest áhrif á ítrekunartíðnina? Sumir halda því fram að fangelsun dragi meira úr brotum í framtíðinni en samfélagsþjónusta og skilorðsbundin refsing vegna þess að brotamenn í fangelsi upplifi meiri þján- ingu tengda brotinu. Aftur á móti halda aðrir því fram að vist í fangelsi geti ýtt enn frekar undir brotastarfsemi en önnur viðurlög vegna þess að vistin sjálf stuðli að jákvæðari viðhorfum til brota auk þess sem tengsl brotamannsins við aðra utan fangelsisins minnka. A hinn bóginn geti önnur viðurlög s.s. samfé- lagsþjónusta dregið úr líkum á brotum í framtíðinni vegna þess að þá geti dóm- þolar viðhaldið tengslum sínum við aðra í samfélaginu. Þótt erfitt sé að meta áhrif refsinga á óyggjandi hátt með þessum hætti er eigi að síður brýnt að afla sér staðgóðrar þekkingar á því á hvern hátt refsingar tengjast tíðni brota. Ekki síst er þetta mikilvægt fyrir stefnumótun í réttarkerfinu sjálfu, sér í lagi er kem- ur að fælingaráhrifum viðurlaga. Þó að löggjafanum og fræðimönnum hafi löngum verið ljóst mikilvægi þess að bera saman ítrekun þeirra sem hlotið hafa mismunandi tegundir refsinga eru samt ekki til margar rannsóknir sem mælt hafa einmitt þennan þátt. Astæður 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.