Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 53
fræðistarfanna, allnokkra áherslu - og meiri en nú er gert - á faglega reynslu
þeirra af fyrri störfum á vinnumarkaði löglærðra manna. Þó verður að hafa hug-
fast í því sambandi, að afar örðugt getur verið að finna hlutlæga mælistiku á ár-
angur manna í þess háttar störfum, þannig t.d. að unnt sé að gefa umsækjend-
um formleg hæfnisstig fyrir með sama eða svipuðum hætti og á við um fræði-
störfin eða um fasta kennslu (þegar um er að ræða beiðni kennara um fram-
gang).4 A þessu sviði ættu dómnefndir reyndar að hafa allnokkurt svigrúm mið-
að við núverandi reglur - en reglumar þyrfti þó að bæta á þann veg, að eitthvað
meira tillit sé þar tekið til faglegrar reynslu en nú er, þegar ráða á nýja menn að
háskólanum í dósents- eða prófessorsstöður.5
Þá vil ég einnig að skýrlega komi fram það viðhorf mitt, að vitanlega er að
jafnaði fengur að því fyrir lagadeild þegar að deildinni ráðast kennarar, sem
hafa, auk fræðistarfa, að baki margvíslega reynslu við lögfræðileg störf (og
4 Við hvað ætti t.d. að miða - svo að dæmi sé nefnt, bæði í gamni og alvöru - ef lífsreyndur
lögmaður, sem kominn er til ára sinna, sækir um fast kennarastarf í lögfræði við Háskóla Islands
án þess að hafa umtalsverð fræðistörf að baki? Ef til greina kæmi að tfunda þau mál, sem hann hefur
unnið fyrir dómstólum - til marks, og jafnvel hins eina marks, um fræðilega hæfni hans - yrði að
sjálfsögðu jafnframt að telja fram þau mál, sem hann hefur tapað. Ekki er heldur einhlítt að benda
á, að umsækjandinn sé vel kunnur úr fjölmiðlum þjóðarinnar eða þ.h. (sé því til að dreifa), því að
sívirk framhleypni og þrávirk mál- og ritgleði einstakra lögmanna í fjölmiðlum um ýmis málefni,
sem hátt ber í samfélagsumræðunni, en einkum þó um mál, sem þeir reka fyrir dómstólum þá og
þá stundina og ekki síður að dómi gengnum, þarf, að sumra mati, ekki endilega að vera í
hámákvæmu hlutfalli við faglega hæfni þeirra og fagmannlegan aga, án þess að hér skuli nánari
afstaða tekin til þess álitaefnis. (A hinn bóginn má vissulega ekki gleyma því, að nokkrir hinna
bestu og farsælustu lögfræðinga þjóðarinnar, fyrr og síðar, hafa verið í hópi lögmanna).
Umsækjandi, sem hefði starfað sem héraðsdómari í aldarfjórðung, gæti vitaskuld Iagt á borð með
sér upplýsingar um þá dóma sína, sem staðfestir hefðu verið í Hæstarétti, en þá mætti heldur ekki
gleyma þeim dómsúrlausnum hans, sem snúið var við á æðra dómstigi eða sendar heim í hérað til
lögmætrar meðferðar. Umsækjendur úr þeim starfsstéttum löglærðra manna, sem hér voru nefndar,
kunna hins vegar að hafa öðlast fræðilega hæfni með allt öðrum hætti, þ.e. með framhaldsnámi og
rannsóknum, óháð meginstarfi þeirra.
Það, að dómur æðri réttar gangi gegn áfrýjuðum dómi, þarf reyndar sfður en svo að bera vott
um faglegan vanmátt héraðsdómarans. Til nokkurrar hliðsjónar má benda á, að Denning lávarður,
einn allra kunnasti, snjallasti og merkasti lögfræðingur Breta (sem látinn er fyrir fáum árum), mátti
t.d. þola það um langt skeið ævi sinnar, að valtað væri yfir flesta hinna stórmerku dóma hans, sem
skotið var til Lávarðadeildarinnar, eða að hann yrði að öðrum kosti undir við dómsatkvæði í
Áfrýjunarréttinum, þar sem hann starfaði um langt skeið. Hefði þessi útreið átt að vera til marks
um faglega hæfni hans hefði vissulega mátt álykta, að hann væri í hópi hinna slakari lögfræðinga í
heimalandi sínu!
5 f þessu sambandi er rétt að geta þess, að í 2. mgr. 12. gr. laga um Háskóla fslands nr. 41/1999
segir m.a., að umsækjendur um störf kennara eða sérfræðinga við Háskólann skuli hafa sýnt þann
árangur í starfi að þeir njóti viðurkenningar í starfi sínu. Hér er vafalaust fyrst og fremst átt við
árangur í fræðistörfum - og gefur reyndar auga leið - en þó er alls ekki loku skotið fyrir það, að með
þessu orðalagi sé einnig, eftir atvikum, átt við annars konar störf, að einhverju marki. Utilokað er
hins vegar að skilja umrædd orð laganna svo, að þeir einir verði ráðnir í háskólastörfin, sem hafr
sýnt umtalsverðan árangur í annars konar störfum, utan Háskólans, en fræðistörfum, því að öðrum
kosti væri girt fyrir nýráðningar ungra fræðimanna, sem hafa getið sér gott orð á því sviði en hafa
litla „praktíska“ reynslu!
47