Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 54
einnig eftir atvikum við annars konar ábyrgðarstörf) áður en þeir hefja störf sín við deildina. Jafnvel ungir eða tiltölulega ungir menn - karlar eða konur - sem hér koma til starfa, eftir atvikum sem lektorar, munu lang oftast hafa að baki einhverja starfsreynslu utan háskóla, og er það vel. Hins vegar tel ég að hreyfa megi þeirri skoðun, að ekki sé að öllu leyti heppilegt að nýjir starfsmenn við deildina hafi að baki mjög langa reynslu - áratuga starfsferil - við önnur störf, sérstaklega hafi þau störf verið tiltölulega einhæf, t.d. bundin við fremur þröngt svið lögfræðinnar, vegna þess að þá er hætt við því að þeir hafi þegar mótast við þá einhæfni að því marki að staðið geti í vegi fyrir eðlilegri mótunarþróun þeirra á vettvangi háskólans, þar sem akademískar kröfur, rannsóknarfrelsi og „fersk“ tök á viðfangsefnum eiga að sitja í fyrirrúmi. Langvarandi reynsla af fjölþættum og margbreytilegum lögfræðistörfum, svo sem við almenna lög- mennsku en einnig við dómarastörf, þarf heldur ekki að vera til þess fallin að þjálfa menn í djúpum fræðilegum ígrundunum eftir kerfisbundnum lögmálum, sem hins vegar eru óhjákvæmilegar í akademískum fræðistörfum. Þótt fengur geti verið að „praktísku“ reynslunni, eins og fyrr segir, má þó ekki slaka á klónni varðandi kröfur til fræðistarfa og annars konar fræðilegs undirbúnings umsækjenda um stöður við lagadeild. 5. STÖÐHHEITI NÝRRA KENNARA Heppilegast er, að mínu mati, að nýráðningum fastra kennara við lagadeild sé þannig hagað í framtíðinni, að almennt séu ráðnir lektorar (á sama hátt og t.d. við danska háskóla), sem verði síðan „sinnar eigin gæfu smiðir“ og gefist góð tækifæri til að vinna sig upp, í stöðuheitum og launum, eftir framgangs- kerfi, þar sem að sjálfsögðu verður notast við stigagjöf eftir fræðilegum (aka- demískum) verðleikum og á grundvelli almennra reglna. Ég sé fyrir mér unga, mjög vel menntaða, framsækna og metnaðarfulla menn, gædda miklu starfs- þreki, sem munu vera óhræddir við að efna til nýbreytni og nýjunga í fræða- starfi og kennslu. Ekki er hætta á því, að þetta meginfyrirkomulag muni skapa of „einslita“ hjörð lagakennara, því að nýliðamir hafa auðvitað lagt stund á framhaldsnám í ýmsum þjóðlöndum og hafa af þeirri ástæðu ólíkar áherslur og að einhverju leyti ólíkan bakgrunn í fræðunum, auk þess sem flestir þeirra munu væntanlega hafa að baki einhverja aðra starfreynslu en fræðastörfin ein. Þá skal minnt á þá staðreynd, að verði fyrmefndu meginstefnumiði um ráðn- ingu lektora fylgt, felst þar í jafnréttisvæn stefna, þ.e. stefna, sem er í reynd hag- stæð konum, sé haft mið af því að þær eiga enn á brattann að sækja innan Há- skóla Islands. Um það mætti ræða í löngu máli, þó að eigi séu tök á því hér. A eitt vil ég þó leggja þunga áherslu: Auðvitað mælir alls ekkert á móti því að ráða beint í stöður dósenta og jafnvel prófessora, þegar aðstæður (þ.á m. fjár- hagslegar aðstæður) leyfa - og stundum getur ráðning nýs dósents eða prófess- ors vafalaust verið álitlegri kostur en að ráða lektor í kennarastöðu við deildina - en þá kemur að mínu áliti alls ekki til greina að hvikað verði frá þeim viðmið- 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.