Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Side 54

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Side 54
einnig eftir atvikum við annars konar ábyrgðarstörf) áður en þeir hefja störf sín við deildina. Jafnvel ungir eða tiltölulega ungir menn - karlar eða konur - sem hér koma til starfa, eftir atvikum sem lektorar, munu lang oftast hafa að baki einhverja starfsreynslu utan háskóla, og er það vel. Hins vegar tel ég að hreyfa megi þeirri skoðun, að ekki sé að öllu leyti heppilegt að nýjir starfsmenn við deildina hafi að baki mjög langa reynslu - áratuga starfsferil - við önnur störf, sérstaklega hafi þau störf verið tiltölulega einhæf, t.d. bundin við fremur þröngt svið lögfræðinnar, vegna þess að þá er hætt við því að þeir hafi þegar mótast við þá einhæfni að því marki að staðið geti í vegi fyrir eðlilegri mótunarþróun þeirra á vettvangi háskólans, þar sem akademískar kröfur, rannsóknarfrelsi og „fersk“ tök á viðfangsefnum eiga að sitja í fyrirrúmi. Langvarandi reynsla af fjölþættum og margbreytilegum lögfræðistörfum, svo sem við almenna lög- mennsku en einnig við dómarastörf, þarf heldur ekki að vera til þess fallin að þjálfa menn í djúpum fræðilegum ígrundunum eftir kerfisbundnum lögmálum, sem hins vegar eru óhjákvæmilegar í akademískum fræðistörfum. Þótt fengur geti verið að „praktísku“ reynslunni, eins og fyrr segir, má þó ekki slaka á klónni varðandi kröfur til fræðistarfa og annars konar fræðilegs undirbúnings umsækjenda um stöður við lagadeild. 5. STÖÐHHEITI NÝRRA KENNARA Heppilegast er, að mínu mati, að nýráðningum fastra kennara við lagadeild sé þannig hagað í framtíðinni, að almennt séu ráðnir lektorar (á sama hátt og t.d. við danska háskóla), sem verði síðan „sinnar eigin gæfu smiðir“ og gefist góð tækifæri til að vinna sig upp, í stöðuheitum og launum, eftir framgangs- kerfi, þar sem að sjálfsögðu verður notast við stigagjöf eftir fræðilegum (aka- demískum) verðleikum og á grundvelli almennra reglna. Ég sé fyrir mér unga, mjög vel menntaða, framsækna og metnaðarfulla menn, gædda miklu starfs- þreki, sem munu vera óhræddir við að efna til nýbreytni og nýjunga í fræða- starfi og kennslu. Ekki er hætta á því, að þetta meginfyrirkomulag muni skapa of „einslita“ hjörð lagakennara, því að nýliðamir hafa auðvitað lagt stund á framhaldsnám í ýmsum þjóðlöndum og hafa af þeirri ástæðu ólíkar áherslur og að einhverju leyti ólíkan bakgrunn í fræðunum, auk þess sem flestir þeirra munu væntanlega hafa að baki einhverja aðra starfreynslu en fræðastörfin ein. Þá skal minnt á þá staðreynd, að verði fyrmefndu meginstefnumiði um ráðn- ingu lektora fylgt, felst þar í jafnréttisvæn stefna, þ.e. stefna, sem er í reynd hag- stæð konum, sé haft mið af því að þær eiga enn á brattann að sækja innan Há- skóla Islands. Um það mætti ræða í löngu máli, þó að eigi séu tök á því hér. A eitt vil ég þó leggja þunga áherslu: Auðvitað mælir alls ekkert á móti því að ráða beint í stöður dósenta og jafnvel prófessora, þegar aðstæður (þ.á m. fjár- hagslegar aðstæður) leyfa - og stundum getur ráðning nýs dósents eða prófess- ors vafalaust verið álitlegri kostur en að ráða lektor í kennarastöðu við deildina - en þá kemur að mínu áliti alls ekki til greina að hvikað verði frá þeim viðmið- 48

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.