Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 15
Ákvarðanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að setja á stofn ad hoc al- þjóðadómstólana voru gagnrýndar af stjómmálamönnum og fræðimönnun á sviði alþjóðlegs refsiréttar, m.a. með tilliti til jafnræðissjónarmiða. Að auki komu upp veruleg vandkvæði við fjármögnun á starfsemi dómstólanna. I ljósi þessa og aukins áhuga almennings á stofnun varanlegs alþjóðlegs sakamála- dómstóls ákvað allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að byggja á tillögum al- þjóðalaganefndarinnar og kanna gmndvöllinn að stofnun slíks dómstóls. I kjöl- farið var sett á fót undirbúningsnefnd Sameinuðu þjóðanna um stofnun varan- legs alþjóðlegs sakamáladómstóls. Endanleg drög nefndarinnar að alþjóða- samningi voru lögð fyrir rrkjaráðstefnu sem fram fór í Rómarborg dagana 15. júní til 17. júlí 1998 eins og áður er rakið og var samningurinn samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. I athugasemdum við tillögu til þingsályktunar um fullgildingu íslenska ríkis- ins á Rómarsamþykkt um Alþjóðlega sakamáladómstólinn, sem utanrrkisráð- herra mælti fyrir á Alþingi 6. apríl 2000 og samþykkt var á þingfundi 8. maí s.á., kemur fram að ísland var í hópi rúmlega 60 ríkja á ríkjaráðstefnunni í Rómarborg sem lögðu mesta áherslu á að dómstóllinn yrði skilvirkt og öflugt tæki í baráttunni við alþjóðaglæpi.7 I ályktuninni er tekið sérstaklega fram að stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins sé tvímælalaust eitt mikilvægasta framlag til verndar mannréttindum og friði í heiminum frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. 3. MEGINREGLAN UM FYLLINGARLÖGSÖGU 3.1 Hið þjóðréttarlega valdajafnvægi og frumskylda þjóðríkja Ef Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn á að vera virkt tæki í baráttunni við glæpi á alþjóðavettvangi er ljóst að samskipti hans og einstakra aðildarríkja þurfa að vera byggð á gagnkvæmu trausti og virðingu. Sökum þessa var lagt mikið kapp á það í samningaviðræðunum sem lauk með undirritun Rómarsam- þykktarinnar að móta efnisreglur um lögsögu dómstólsins sem yrðu til þess fallnar að vemda þjóðréttarlegt valdajafnvægi á milli fullveldis og sjálfsákvörð- unarréttar einstakra aðildarríkja og lögsöguvalds dómstólsins. Niðurstaðan af þessu varð sú að samkvæmt efnisreglum Rómarsamþykktarinnar sem hér verða raktar er lögsaga dómstólsins til fyllingar lögsögu einstakra ríkja til að sak- sækja og dæma í þeim málum sem falla undir gildissvið Rómarsamþykktarinn- ar, sbr. 5. gr., eins og fram kemur með skýrum hætti í tíundu málsgrein inn- gangsorða samþykktarinnar.8 Efnisregla Rómarsamþykktarinnar sem lýsir sam- 7 Þingskjal nr. 888, 125. löggjafarþing 1999-2000. 8 I ákvæði tíundu málsgreinar inngangsorða (Preamble) við Rómarsamþykktina segir svo í ís- lenskri þýðingu: „[Ríkin, sem eru aðilar að samþykkt þessari,] leggja áherslu á að Alþjóðlegi saka- máladómstóllinn sem stofnaður er með samþykkt þessari, skuli vera til fyllingar refsilögsögu ein- stakra ríkja“. Sjá hér íslenska þýðingu Rómarsamþykktarinnar sem fylgdi með frumvarpi til laga um framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.