Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 19
It would be a travesty of law and a betrayal of the universal need for justice, should the concept of State sovereignty be allowed to be raised successfully against human rights. Borders should not be considered as a shield against the reach of the law and as a protection for those who trample underfoot the most elementary rights of hum- anity. Enda þótt það sé ekki ætlunin hér að fjalla sérstaklega um áhrif mannréttinda á reglur þjóðaréttarins um fullveldi ríkja verður að hafa í huga að slík sjónar- mið liggja að sjálfsögðu að baki þeirri umfjöllun sem hér fer á eftir. Þó er rétt að nefna að með tilliti til ofangreindrar niðurstöðu Alþjóðastríðsglæpadóm- stólsins og viðurkenndra viðhorfa fræðimanna um nauðsyn forgangslögsögu er nokkuð athyglisvert að samningsaðilamir sem stóðu að gerð Rómarsamþykkt- arinnar fóru fremur þá leið að byggja reglur um samspil lögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins og lögsögu einstakra ríkja á þeirri hugmyndafræði að lög- saga dómstólsins yrði aðeins til fyllingar innlendri refsilögsögu. 3.3 Samspil lögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins og lögsögu aðildar- ríkja - efnisreglur Rómarsamþykktarinnar og túlkun þeirra 3.3.1 Inngangur Hér að framan hef ég gert grein fyrir þeirri hugmyndafræði sem býr að baki meginreglunni um fyllingarlögsögu samkvæmt Rómarsamþykktinni um Al- þjóðlega sakamáladómstólinn. Nú er rétt að huga að því hvemig samningsaðil- amir gerðu ráð fyrir að praktísk beiting hennar í einstökum tilvikum yrði nánar útfærð í efnisreglum samþykktarinnar. Hafa verður í huga að viðræður samn- ingsaðila um útfærslu efnisreglnanna tengdum meginreglunni um fyllingarlög- sögu vom einkar viðkvæmar pólitískt séð og að auki mjög flóknar lagalega. Bera reglumar því öll einkenni þess að vera málamiðlanir á milli andstæðra og oft og tíðum ósamrýmanlegra gmndvallarviðhorfa um hlutverk dómstólsins.20 Það efnisákvæði samþykktarinnar sem hefur að geyma útfærslu meginregl- unnar er 17. gr. Snýr ákvæðið einkum að þeirri aðstöðu þegar ríki, sem hefur lögsögu í máli er fellur einnig undir lögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins, hefur hafið rannsókn eða saksókn í því. Samkvæmt upphafsmálslið 1. mgr. 17. gr. samþykktarinnar skal dómstóllinn með hliðsjón af tíundu málsgrein inn- gangsorðanna og 1. gr.21 ákveða að vísa málinu frá í slíkum tilvikum ef nánar tilgreind skilyrði eru uppfyllt. 20 John T. Holmes: „The Intemational Criminal Court; The Making of the Rome Statute, Issues, Negotiations, Results". Roy S. Lee (ritstj.) Kluwer Law Intemational 1999, bls. 41. 21 Ákvæði 1. gr. Rómarsamþykktarinnar er svohljóðandi í íslenskri þýðingu: „Alþjóðlegur saka- máladómstóll („dómstóllinn") er hér með stofnaður. Hann skal vera varanleg stofnun og hafa vald til þess að beita lögsögu sinni gagnvart einstaklingum fyrir hina alvarlegustu glæpi sem varða gjör- vallt samfélag þjóðanna og tilgreindir eru í samþykkt þessari og skal hann vera til fyllingar refsi- lögsögu einstakra ríkja. Um lögsögu og starfsemi dómstólsins fer eftir ákvæðum þessarar sam- þykktar“. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.