Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Síða 19
It would be a travesty of law and a betrayal of the universal need for justice, should the concept of State sovereignty be allowed to be raised successfully against human rights. Borders should not be considered as a shield against the reach of the law and as a protection for those who trample underfoot the most elementary rights of hum- anity. Enda þótt það sé ekki ætlunin hér að fjalla sérstaklega um áhrif mannréttinda á reglur þjóðaréttarins um fullveldi ríkja verður að hafa í huga að slík sjónar- mið liggja að sjálfsögðu að baki þeirri umfjöllun sem hér fer á eftir. Þó er rétt að nefna að með tilliti til ofangreindrar niðurstöðu Alþjóðastríðsglæpadóm- stólsins og viðurkenndra viðhorfa fræðimanna um nauðsyn forgangslögsögu er nokkuð athyglisvert að samningsaðilamir sem stóðu að gerð Rómarsamþykkt- arinnar fóru fremur þá leið að byggja reglur um samspil lögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins og lögsögu einstakra ríkja á þeirri hugmyndafræði að lög- saga dómstólsins yrði aðeins til fyllingar innlendri refsilögsögu. 3.3 Samspil lögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins og lögsögu aðildar- ríkja - efnisreglur Rómarsamþykktarinnar og túlkun þeirra 3.3.1 Inngangur Hér að framan hef ég gert grein fyrir þeirri hugmyndafræði sem býr að baki meginreglunni um fyllingarlögsögu samkvæmt Rómarsamþykktinni um Al- þjóðlega sakamáladómstólinn. Nú er rétt að huga að því hvemig samningsaðil- amir gerðu ráð fyrir að praktísk beiting hennar í einstökum tilvikum yrði nánar útfærð í efnisreglum samþykktarinnar. Hafa verður í huga að viðræður samn- ingsaðila um útfærslu efnisreglnanna tengdum meginreglunni um fyllingarlög- sögu vom einkar viðkvæmar pólitískt séð og að auki mjög flóknar lagalega. Bera reglumar því öll einkenni þess að vera málamiðlanir á milli andstæðra og oft og tíðum ósamrýmanlegra gmndvallarviðhorfa um hlutverk dómstólsins.20 Það efnisákvæði samþykktarinnar sem hefur að geyma útfærslu meginregl- unnar er 17. gr. Snýr ákvæðið einkum að þeirri aðstöðu þegar ríki, sem hefur lögsögu í máli er fellur einnig undir lögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins, hefur hafið rannsókn eða saksókn í því. Samkvæmt upphafsmálslið 1. mgr. 17. gr. samþykktarinnar skal dómstóllinn með hliðsjón af tíundu málsgrein inn- gangsorðanna og 1. gr.21 ákveða að vísa málinu frá í slíkum tilvikum ef nánar tilgreind skilyrði eru uppfyllt. 20 John T. Holmes: „The Intemational Criminal Court; The Making of the Rome Statute, Issues, Negotiations, Results". Roy S. Lee (ritstj.) Kluwer Law Intemational 1999, bls. 41. 21 Ákvæði 1. gr. Rómarsamþykktarinnar er svohljóðandi í íslenskri þýðingu: „Alþjóðlegur saka- máladómstóll („dómstóllinn") er hér með stofnaður. Hann skal vera varanleg stofnun og hafa vald til þess að beita lögsögu sinni gagnvart einstaklingum fyrir hina alvarlegustu glæpi sem varða gjör- vallt samfélag þjóðanna og tilgreindir eru í samþykkt þessari og skal hann vera til fyllingar refsi- lögsögu einstakra ríkja. Um lögsögu og starfsemi dómstólsins fer eftir ákvæðum þessarar sam- þykktar“. 13

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.