Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 9
H 1996 3120. Tjónþolinn, Veronika Finanger, hélt því fram að þetta ákvæði norsku laganna stangaðist á við þrjár tilskipanir Evrópusambandsins um bifreiðatryggingar, en sú nýjasta er frá 1990. Hæstiréttur Noregs bað EFTA-dómstólinn um ráðgefandi álit á því hvort þetta norska lagaákvæði væri andstætt framangreindum tilskip- unum og kvað EFTA-dómstóllinn svo vera. A norska þinginu hafði sérstaklega verið skoðað hvort þörf væri á að breyta þessu lagaákvæði til að fullnægja skyldunr samkvæmt EES-samningnum en niðurstaðan varð sú að svo væri ekki. Hæstiréttur Noregs dæmdi þetta mál fullskipaður, þ.e. skipaður 15 dómur- um, og klofnaði rétturinn í tvær fylkingar, aðra með 10 dómurum en hina með 5. ^ I meirihlutaatkvæðinu er skýrt tekið fram að tilskipanimar hafi ekki bein rétt- aráhrif nema því aðeins að þær séu teknar upp í norsk lög, sem ekki hafi verið gert, og þar með standi þær ekki framar ákvæði bifreiðaábyrgðarlaganna. Hins vegar hvíli sú skylda á dómstólum, samkvæmt ákvæðum 3. og 6. gr. EES-samn- ingsins, að nota þá skýringarkosti sem tækir séu að norskum lögum með þeim hætti að niðurstaðan verði ekki í andstöðu við EES-réttinn. Tekið er fram að þessi afstaða sé í samræmi við þá meginreglu evrópuréttarins að nota „direk- tivkonform fortolkning" (mætti etv. kalla tilskipanavæna túlkun!) sem einnig sé meginregla í EES-réttinum. Til sömu niðurstöðu leiði einnig sú skýringarregla sem notuð sé til þess að komast sem lengst hjá niðurstöðu andstæðri þjóðarétti (presumsjonsprinsippet). Meirihlutanum þótti þessar skýringaraðferðir samt sem áður ekki duga til þess að unnt væri að túlka norska lagaákvæðið til samræmis við tilskipanimar þrjár. Hlutverk löggjafans væri að lögtaka tilskipanimar og einnig að leiðrétta það sem ekki hafi réttilega verið gert í þeim efnum. Það væri ekki hlutverk dómstólanna að ganga í þau verk. Niðurstaða meirihlutans var sú að lagaákvæðið gengi framar tilskipununum og tryggingafélagið var því sýknað. Minnihlutinn komst að þeirri niðurstöðu að með þeim skýringaraðferðum, sem meirihlutinn taldi þó ekki duga, mætti skýra norska lagaákvæðið í sam- ræmi við tilskipanimar. Reyndar að því viðbættu að löggjafinn hefði breytt lagaákvæðinu í samræmi við tilskipanimar, hefði honum ekki missýnst, og einnig því að til stæði að breyta lagaákvæðinu í samræmi ráðgefandi álit EFTA- dómstólsins. I samræmi við þetta yrði að taka EES-réttinn fram yfir norska lagaákvæðið og þannig yrði niðurstaðan ekki á því byggð. Tryggingafélagið var því dæmt bótaskylt en bætur færðar niður á forsendum sem hér skipta ekki máli. Það sýnist mjög nálægt því að minnihlutinn gefi tilskipununum stöðu sjálf- stæðra réttarheimilda, enda þótt það sé gert með skýringu á norskum lögum, en sú skýring verður reyndar til þess að norska lagaákvæðið er lagt algerlega til hliðar. Hér hefur verið stiklað á afskaplega stóru í dómi Hæstaréttar Noregs. Dóm- 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.