Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Síða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Síða 22
Það er harla merkilegt að ofangreint ákvæði um endurskoðunarvald dóm- stólsins á þeim aðgerðum sem fram hafa farið í ríki undir yfirskini opinberrar rannsóknar og dómsmeðferðar í tilteknu máli hafi náð fram að ganga í samn- ingaviðræðunum.25 Astæðan er sú að með því heimiluðu aðildarríkin í raun al- þjóðlegum dómstóli að taka til lagalegrar skoðunar hvort aðgerðir lögbærra yfirvalda í einstökum ríkjum yrðu í tilteknu máli taldar í samræmi við skuld- bindingar ríkjanna að þjóðarétti. Þegar hins vegar grannt er skoðað kemur í ljós að önnur leið var í raun ófær ef Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn átti með raun- hæfum hætti að ná þeim markmiðum sem meirihluti samningsríkjanna lagði til grundvallar, þ.e. að vera virkt og öflugt tæki í baráttunni gegn alþjóðaglæpum. Ef það fyrirkomulag hefði verið lagt til grundvallar að einstök ríki, sem hefðu lögsögu í tilteknu máli, gætu sjálf metið hvort þau hefðu uppfyllt þjóðréttarleg- ar skuldbindingar sínar um að rannsaka og saksækja grunaða einstaklinga, jafn- vel eigin ríkisborgara, þá hefði verið einsýnt að málaskrá Alþjóðlega sakamála- dómstólsins hefði vart orðið tímafrek lesning. 3.3.3.1 Viljaskortur ríkis Mikið var deilt af hálfu samningsaðila um rétta skýrgreiningu á því hvenær ríki skorti vilja til að rannsaka og saksækja einstakling í tilteknu máli þannig að dómstóllinn gæti tekið rnálið til skoðunar. Sum ríki byggðu mótmæli sín ann- ars vegar á sjónarmiðum um að slíkt fyrirkomulag færi gegn fullveldisrétti þjóðríkja og hins vegar á því að það kynni að vera andstætt stjórnarskrárbundn- um reglum um bann við að einstaklingar yrðu saksóttir tvisvar vegna sömu hátt- semi.26 Enda þótt andstaða ríkja við reglur um viljaskort yrði veikari eftir því sem á leið var hins vegar talið með öllu ófært að veita dómstólnum heimild til að meta slík tilvik á grundvelli huglægra viðmiðana. Var því eftir fremsta megni leitast við að móta orðalag sem hafði til að bera hlutlæg efniseinkenni. Niðurstaða Rómarsamþykktarinnar er sú að þegar dómstóllinn leggur mat á það hvort ríki hafi skort vilja til aðgerða ber honum ávallt að hafa hliðsjón af meginreglum um réttláta málsmeðferð sem viðurkenndar eru að þjóða- rétti, sbr. upphafsmálslið 2. mgr. 17. gr. samþykktarinnar. Þá ber dómstólnum að kanna hvort eitthvert þeirra atriða sem fram koma í a- til c-liðum 2. mgr. 17. gr. sé til staðar. 27 25 John T. Hohnes tekur það sérstaklega fram að það hafi styrkt stöðu þeirra ríkja sem börðust fyrir endurskoðunarvaldi Alþjóðlega sakamáladómstólsins að þessu leyti að Alþjóðalaganefnd Sameinuðu þjóðanna hafði í drögum sínum frá árinu 1994 lagt slíka útfærslu til grundvallar. Sjá hér sama rit, bls. 44. 26 John T. Holmes, sama rit, bls. 48. 27 Akvæði 2. mgr. 17. gr. Rómarsamþykktarinnar er svohljóðandi í íslenskri þýðingu: „Til þess að ákvarða hvort um sé að ræða skort á vilja í tilteknu máli skal dómstóllinn meta, með hliðsjón af meginreglum um réttláta málsmeðferð sem viðurkenndar eru að þjóðarétti, hvort um sé að ræða eitt eða fleiri eftirtalinna atriða, eftir því sem við á: a) stofnað var eða stofhað er til réttarhaldanna eða ákvörðun hefur verið tekin innanlands um að ftrra viðkomandi mann refsiábyrgð á glæpum sem falla undir lögsögu dómstólsins og getið er í 5. gr.; b) óréttmætar tafir hafa orðið á réttarhöldunum 16

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.