Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Qupperneq 8

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Qupperneq 8
Þar eð með samningi þessum er stefnt að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja lög- gjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins; og þar eð þessum markmiðum verður því að ná með þeirri málsmeðferð sem gildir í hverju landi um sig; Stök grein Vegna þeirra tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komn- ar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum. Samkvæmt þessu samningsákvæði skuldbundu EFTA-ríkin sig til þess að laga lög sín og reglur að ákvæðum samningsins þar sem þess gerist þörf. Á sín- um tíma, og ef til vill enn, var deilt um það hvort hér væri um að ræða framsal á valdi löggjafans og þar með brot á stjómarskránni og sýndist sitt hverjum. Hvað sem því líður þá liggur nú fyrir dómur Hæstaréttar frá 16. desember 1999, í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur gegn íslenska rtkinu, þar sem viður- kennd er skaðabótaskylda íslenska ríkisins, á grundvelli laga nr. 2/1993 og meginreglna og markmiða EES-samningsins, vegna þess að vanrækt hafði ver- ið að laga íslensk lög að tilskipun Evrópusambandins nr. 80/987/EBE um sam- ræmingu á lögum aðildarríkjanna um vernd til handa launþegum verði vinnu- veitandi gjaldþrota, eins og vinnuveitandi Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur varð. Þar sem í rnáli þessu var deilt um hvort á EES-samningnum yrði byggð skaða- bótaskylda þá segir dómur Hæstaréttar ekki beint til um það hvemig með skuli fara þegar íslensk lagaregla og ákvæði EES-samningsins stangast á og annar deiluaðila byggir rétt sinn á samningsákvæðinu en hinn á íslensku lagareglunni. Sú staða hefði hins vegar verið uppi hefði Erla María Sveinbjörnsdóttir kosið að stefna Ábyrgðarsjóði launa og krafist greiðslu launa úr sjóðnum á grundvelli framangreindrar tilskipunar Evrópusambandsins en ábyrgðarsjóðurinn borið fyrir sig að það væri honum ekki skylt að íslenskum lögum. Þá hefði fyrst reynt á hvort samningsákvæðin teljist réttarheimild í íslenskum rétti jafngild settum lögum eða öðrum réttarheimildum og hver sé rétthæð þeirra. Það má strax fullyrða í framhaldi af þessu að ekki hafa komið fram þær skoð- anir svo vitað sé að þau ákvæði EES-samningsins sem ekki hafa beinlínis ver- ið lögtekin séu fullgildar íslenskar réttarheimildir. Ekki hefur enn gengið dómur í Hæstarétti íslands þar sem á þetta álitaefni hefur reynt. Hins vegar gekk hinn 16. nóvember sl. dómur í Hæstarétti Noregs í máli tryggingafélagsins Storebrand gegn Veroniku Finanger. Veronika Finanger var farþegi í bíl með ölvuðum ökumanni og var henni ölv- unin ljós áður en ökuferðin hófst. Henni lauk með þeim hætti að Veronika beið af mikinn líkamsskaða. I norsku bifreiðaábyrgðarlögunum er ákvæði um það að farþegi geti ekki fengið greiddar skaðabætur, nema í undantekningartilfellum, hafi hann orðið fyrir tjóni í bíl sem ekið var af ökumanni, ölvuðum eða undir áhrifum lyfja, vissi hann eða mátti vita að svo háttaði til með ökumanninn. Sama regla gildir í íslenskum rétti samkvæmt langri dómvenju, sjá t.d. dóm Hæstaréttar í málinu 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.