Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Síða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Síða 32
þar sem gerð er grein fyrir fjölda og tegundum mála sem embættin vinna að hverju sinni. Sömuleiðis hefur Fangelsismálastofnun ríkisins árlega gefið út ítarlega skýrslu um stöðu fangelsismála frá upphafi starfsemi sinnar árið 1989. Upplýsingar af þessu tagi eru forsenda fyrir rannsóknum á eðli og umfangi af- brota á íslandi og því afar mikilvægar. í greininni sem hér er fylgt úr hlaði verður í stuttu máli lýst helstu niðurstöð- um afbrotafræðilegrar rannsóknar á ítrekunartíðni afbrota á Islandi eða endur- hvarfi einstaklinga til afbrotahegðunar eftir að þeir hafa sætt einhvers konar refsingu. Rannsóknin var samstarfsverkefni íslenskra og bandarískra aðila. Að verkinu komu tveir afbrotafræðingar frá Missouriháskóla í Bandaríkjunum, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, dósent við Háskóla Islands auk dóms- málaráðuneytisins, en undir það heyra allar þær stofnanir sem nauðsynlegt er að fá upplýsingar frá fyrir rannsókn af þessu tagi.1 Hafist var handa við rannsókn- ina árið 1998 og komu erlendu samstarfsaðilamir tvívegis til Islands til að vinna að undirbúningi og framkvæmd rannsóknarinnar. Fengið var leyfi frá Tölvu- nefnd um aðferð til að vinna úr persónuupplýsingum og aðgangur að gögnum Fangelsismálastofnunar, Lögreglunnar í Reykjavík og Ríkislögreglustjóra var heimilaður í kjölfar beiðni frá dómsmálaráðuneytinu þar að lútandi. 2. MARKMIÐ RANNSÓKNARINNAR í rannsókninni var leitað svara við mörgum brýnum spurningum er lúta að hvaða þættir auka eða draga úr líkum á ítrekun. Hver er ítrekunartíðni brota- ntanna sem ljúka afplánun í fangelsi á íslandi? Hvert er hlutfall þeirra sem lýkur afplánun á tilteknu ári eða tímabili og snýr aftur í fangelsi eða hlýtur nýjan dóm innan tiltekins tímabils? Hver er ítrekunartíðni þeirra sem ljúka dómum án fangelsunar, s.s. með skilorðsdómum eða samfélagsþjónustu? Er munur á ítrek- unartíðni þessa hóps og þeirra sem hafa verið fangelsaðir? Hver er meðaltíma- lengd frá lokum afplánunar í fangelsi eða annarra viðurlaga til afturhvarfs til af- brota? Og síðast en ekki síst hvemig kemur ítrekunarmynstur á Islandi út í sam- anburði við mynstrið í öðrum löndum? Hvemig stöndum við Islendingar okkur í baráttunni við glæpi í samanburði við aðrar þjóðir? Svörin við þessum spurningum eru afar mikilvæg, ekki aðeins fyrir afbrota- fræðina heldur ekki síður fyrir stjórnvöld. Forsenda árangursríkrar stefnumót- unar í afbrotamálum hlýtur að vera greinargóð og aðgengileg þekking á stöðu mála. Hér gefst gott tækifæri til að meta hana og í framhaldi af því er unnt að leggja fram vænlegar tillögur til úrbóta. Upplýsingar um ítrekunartíðni eru mik- 1 Auk framangreindra aðila komu fleiri að verkinu á ýmsum stigum þess og er þeim ölium þakkað fyrir þeirra framlag, Rannveigu Þórisdóttur. M.A. nema í félagsfræði, Karli Steinari Valssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni, Katrínu Hilmarsóttur lögfræðingi, Ágústi Mogensen, M.Sc. í afbrotafræði, Hafdísi Guðmundsdóttur, starfsmanni Fangelsismálastofnunar ríkisins, Hjalta Zophaníassyni, skrifstofustjóra dómsmálaráðuneytinu, Sigurði Kristinssyni. lektor við Háskólann á Akureyri, auk annarra. Vísindasjóði Háskóla Islands, Rannís og Missouriháskóla er þakkaður fjárstuðningur. 26

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.