Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 5
talin ganga gegn henni án þess að verulegur hugur fylgi máli. Málflutningur af siíku tagi er einnig þekktur úr rekstri mála fyrir dómstólum. Svo vikið sé aftur að lagafrumvörpunum þremur þá var breytingin á útlendingalögunum samþykkt án breytinga í meðförum þingsins. Breyting á lögum um meðferð opinberra mála hefur enn ekki verið samþykkt en meirihluti allsherjarnefndar hefur lagt til að fellt verði niður það ákvæði frumvarpsins sem heimilað hefði rannsakanda að hlusta síma og önnur fjarskiptatæki í ákveðinn tíma án dómsúrskurðar, en háværar raddir voru uppi að slíkt myndi brjóta í bága við stjómarskrána. Löggjafinn sýnist því ekki ætla að taka neina áhættu að þessu leyti en fullvíst má telja að á ákvæðið hefði reynt fyrir dómstólum. Að því er fjölmiðlafrumvarpið varðar þá er kunnugra en frá þurfi að segja að miklar deilur, og heiftúðugar á stundum, urðu á Alþingi um frumvarpið ekki síst um það hvort einstök ákvæði þess, yrðu þau að lögum, stönguðust á við stjómarskrána. Frumvarpið eins og það var lagt fram á Alþingi hafði tekið breytingum frá upphaflegum drögum þess og tveir valinkunnir lögfræðingar töldu að í þeim búningi myndi það standast stjórnarskrána. Nánast allir aðrir lögfræðingar sem létu málið til sín taka töldu verulegan vafa leika á því og stöku ákvæði frumvarpsins gera það tvímælalaust. Skoðanir þingmanna fóru nokkurn veginn, þó ekki alveg, eftir því hvort þeir eru í stjóm eða stjómarand- stöðu. Samtímis þessari umræðu boðaði eitt fjölmiðlafyrirtæki, sem taldi nærri sér höggvið yrði frumvarpið að lögum, að það myndi við fyrst tækifæri láta reyna á gildi laganna fyrir dómstólum. Væntanlega hefur þessi umræða öll leitt til þess að meirihluti allsherjamefndar lagði til breytingar á frumvarpinu, ekki einu sinni heldur tvisvar, sem drógu úr líkum á því að lög samkvæmt frum- varpinu kynnu að brjóta í bága við stjórnarskrána. Þingmeirihlutinn hefur sýni- lega verið meðvitaður um þá hættu sem fyrir hendi var og viljað feta sig frá henni. Hvort fetin voru nógu mörg á væntanlega eftir að koma í ijós. Meðferð málsins á Alþingi ber þess merki að við hana hafi verið iðkuð sú jafnvægislist sem eins getur leitt til þess að einstök ákvæði fjölmiðlaganna svokölluðu verði ekki talin standast stjómarskrána eins og að þau verði talin gera það. Víst er að löggjafinn hefur hér stigið skref sem ekki verður talið áhættulaust. Hvemig sem mál kunna að fara þá hlýtur að vera réttmætt að spyrja á þessu stigi að því hvort ekki geti verið að aðferðir við lagasetningu eigi stærri hlut að því hve oft falla dómar um það að lög brjóti í bága við stjómarskrána heldur en hingað til hefur verið talið. 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.