Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 9

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 9
vanheimild og aðra réttarágalla og reglur um eiginleika greiðslu, þ.e. reglur um galla. Lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 (kpl.) sem tóku gildi hér á landi hinn 1. júní 2001 hafa að geyma ýtarlegar reglur um eiginleika söluhlutar, þ.m.t. skilgreiningu á því hvenær söluhlutur telst gallaður. Lýtur sú skilgreining, eins og síðar verður fjallað um í grein þessari, bæði að eiginleikum söluhlutar og notagildi hans, almennu og sérstöku, auk þess sem upplýsingar seljanda um söluhlutinn geta haft áhrif á gallamatið. I eldri kaupalögum, þ.e. lögum nr. 39/1922, var ekki að finna skilgreiningu á gallahugtakinu. I gildistíð þeirra laga var inntak gallahugtaksins ákvarðað af dómstólum og mótaðist í áratuga langri dómaframkvæmd. Til grundvallar var lagt að gallahugtakið væri í aðalatriðum tvíþætt. Annars vegar varð söluhlutur að hafa öll þau einkenni sem hann átti samkvæmt samningi að hafa. Af því leiddi að hann mátti ekki hafa nein þau einkenni sem samningur gerði ekki ráð fyrir. Væri misbrestur á þessu var galli á greiðslunni. Hið selda varð því að hafa þau einkenni til að bera sem seljandi hafði sagt að það hefði, og það varð að vera án þeirra einkenna sem seljandi hafði sagt að það hefði ekki. Hins vegar var talið að galli væri á hlut ef hann hafði ekki þau einkenni sem slíkir hlutir höfðu venjulega. Hafði þetta atriði fyrst og fremst þýðingu að lögum þegar ekki var annað áskilið í samningi, beint eða óbeint. Væri hið selda einstaklega ákveðið varð það að hafa þau einkenni sem eignir einkenndar með sama heiti höfðu venjulega, og væri um tegundarkaup að ræða varð hið selda að hafa þau einkenni sem eignir sömu tegundar höfðu venjulega.1 Þá gátu upplýsingar seljanda um söluhlut haft áhrif á gallamatið og hlutur taldist gallaður ef hann skorti þá kosti sem ætla mátti að áskildir væru. Gallahugtak kpl. nr. 50/2000 byggir að sumu leyti á sömu skilgreiningu og í tíð laga nr. 39/1922. Af því leiðir að ýmsar dómsúrlausnir úr eldri réttarfram- kvæmd geta haft þýðingu við skýringu á ákvæðum gildandi laga eins og nánar verður rakið síðar. Að öðru leyti er skilgreining gildandi laga á gallahugtakinu mun ýtarlegri en sú sem stuðst var við í tíð eldri laga og ný viðmið hafa komið til sögunnar. Þá ber og að hafa í huga í þessu sambandi að sá mikli munur er á eldri og yngri kpl. að gallahugtak gildandi laga er lögbundið, þ.e. skilgreint í lögunum sjálfum. Hlutverk dómstóla við beitingu þess verður því eðli málsins samkvæmt að nokkra frábrugðið því hlutverki sem dómstólamir höfðu í því sambandi í gildistíð eldri laga. í lögum nr. 48/2003 um neytendakaup (nkpl.) er einnig fjallað um eiginleika söluhlutar og eru reglur þeirra laga um galla að flestu leyti sambærilegar reglum kpl. Þó er þar einnig að finna ákvæði sem rekja má til Evróputilskipunar um 1 Sjá nánar Ólafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti. MCMLXV, bls. 82-86. Skilgreining sú sem hér var stuðst við byggði að nokkru leyti á ummælum sem fram komu í athugsemdum greinargerðar með frumvarpi til dönsku kpl. frá 1906. Sjá t.d. Anders Vinding Kruse: Kpbsretten. Kaupmanna- höfn 1992, bls. 95. 193
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.