Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 10
neytendakaup 99/44 EB frá 25. maí 1999 og ekki er að finna í kpl. sjálfum. Af öðrum skráðum lagareglum um eiginleika verðmæta sem ganga kaupum og sölum má nefna ákvæði III. kafla laga nr. 42/2000 um þjónustukaup (þjkpl.) og III. kafla laga nr. 40/2002 um fasteignakaup (fkpl.). 1 hinum síðastgreindu lögum er gallahugtakið skilgreint með svipuðum hætti og gert er í kpl. þótt í sumu tilliti sé tekið tillit til séreðlis fasteignar. Til viðbótar eru og ákvæði um fylgifé fasteignar en reglur þar að lútandi voru óljósar fram að gildistöku fkpl. Af framangreindu má ljóst vera að skilgreining kpl. á hugtakinu galli hefur í öllum aðalatriðum verið fyrirmynd við skilgreiningu á sambærilegu hugtaki í fkpl. og nkpl. Er það til þess fallið að tryggja samræmda lagaframkvæmd á þessu þýðingarmikla sviði kröfuréttarins. Lög um lausafjárkaup gegna því enn leiðandi hlutverki á sviði kröfuréttarins þótt staða þeirra sé vissulega nokkuð önnur en áður var.2 I því sem hér fer á eftir verður gerð grein fyrir réttarreglum þeim sem gilda samkvæmt hinum nýju kpl. urn eiginleika söluhlutar (galla) í lausafjárkaupum, en til samanburðar verður getið hliðstæðra ákvæða í fkpl., þjkpl. og nkpl. eftir því sem við á. Vitnað verður til dóma úr eldri réttarframkvæmd sem þýðingu geta haft við skýringu á ákvæðum hinna nýju laga. Greinin er skrifuð með þarfir þeiiTa í huga sem sýsla með gallareglur í daglegum störfum sínum og er henni ætlað að varpa ljósi á eðli og uppbyggingu gallareglna gildandi kaupalaga og tengsl þeirra reglna við reglur nkpl., fkpl. og eftir atvikum þjkpl. Ef söluhlutur reynist gallaður heimilar það kaupanda beitingu þeirra vanefndaúrræða sem kpl. gera ráð fyrir. I 30. gr. kpl. er ákvæði sem hefur að geyma yfirlit um þau helstu úrræði sem standa kaupanda til boða þegar sölu- hlutur er gallaður en ekki er þar um tæmandi talningu að ræða. Getur kaupandi þá, ef gallinn er hvorki sök kaupanda né stafar af ástæðum sem hann varða, samkvæmt ákvæðum 31,- 40. gr. krafist úrbóta, nýrrar afhendingar, afsláttar, riftunar og skaðabóta ásamt því að halda eftir greiðslu kaupverðs samkvæmt ákvæði 42. gr. Réttur kaupanda til skaðabóta fellur ekki niður þótt hann geri aðrar kröfur eða þótt ekki sé unnt að halda slíkum kröfum fram. Vanefnda- úrræði þau sem lögin telja upp í tilefni galla eru því samkvæmt framansögðu þessi: • úrbætur • ný afliending • afsláttur • riftun • skaðabætur • hald á eigin greiðslu 2 Sjá nánar um það efni Þorgeir Örlygsson: „Gildissvið kaupalaga nr. 50/2000". Tímarit lögfræðinga. 1. hefti. 2002, bls. 19-21. 194
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.