Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 12

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 12
20. gr. Skilyrði þess að kaupandi geti komið fram með kröfur á hendur seljanda í tilefni þess að söluhlutur er haldinn galla 21. gr. Tímamark til viðmiðunar um það hvort galli er til staðar eða ekki Vanefndir og afleiðingar þeirra eru í reynd meginviðfangsefni kpl. Þegar kaupsamningur hefur verið vanefndur, t.d. vegna þess að söluhlutur er gallaður, hefur kröfuhafi samkvæmt kpl. rétt til þess að velja um vanefndaúrræði. Athugun á dómum Hæstaréttar leiðir í ljós að flest þau dómsmál sem varða vanefndir á kaupsamningum um lausafé eru sprottin af ágreiningi kaupsamn- ingsaðila um það hvort söluhlutur sé haldinn galla eða ekki, og svo í fram- haldinu hverjar afleiðingar það hefur í för með sér ef svo reynist vera. Dómsmál sem varða kaupverðið, vanheimild, afhendingardrátt, drátt á greiðslu kaup- verðs, hvort greitt hafi verið á röngum stað eða hvort aðrar samningsskyldur hafi verið vanefndar, eru á hinn bóginn miklu fátíðari. Af þessu má glöggt ráða hve þýðingarmiklar gallareglurnar eru. Eins og áður segir er í 30. gr. kpl. að finna yfirlit um þær vanefndaheimildir sem kaupandi öðlast í tilefni galla. I því sem hér fer á eftir verður umfjöllunin eins og fram er komið einskorðuð við skilgreiningu á gallahugtakinu og um- fjöllun um skilyrði þess að kaupandi geti komið fram með kröfur á hendur seljanda í tilefni galla. Um afleiðingar þess að söluhlutur er haldinn galla og um tilkynningar í tilefni galla verður ekki fjallað hér og vísast um það til annarra rita.3 2. MEGINREGLUR UM EIGINLEIKA SÖLUHLUTAR 2.1 Söluhlutur skal vera í samræmi við það sem leiðir af samningi Sú meginregla gildir samkvæmt 1. mgr. 17. gr. kpl. að söluhlutur skal vera í samræmi við það sem leiðir af samningi. A það bæði við um tegund hlutar, magn, gæði og aðra eiginleika auk innpökkunar hlutarins. Samhljóða ákvæði er í 1. mgr. 15. gr. nkpl. Þar segir að söluhlutur skuli hvað varðar tegund, magn, gæði, aðra eiginleika og innpökkun fullnægja þeim kröfum sem leiðir af samningi. Ber að skýra ákvæðið með sama hætti og 1. mgr. 17. gr. kpl. Er hér í sjálfu sér um sömu skilgreiningu að ræða og dómstólar studdust við í tíð eldri kpl., en þó er eins og áður segir sá munur á að skilgreiningin er nú lögbundin og sérstaklega er tekið fram að hún nái til tegundar, magns, gæða og annarra 3 Um skaðabótareglur nýrra kaupalaga sjá Þorgeir Örlvgsson: Kaflar úr kröfurétti IV. Skaða- bótareglur kaupalaga, handrit. Reykjavík 2002; Um riftunarreglur kaupalaga sjá Porgeir Örlygs- son: „Riftunarreglur kaupalaga nr. 50/2000“. Tímarit lögfræðinga. 3. hefti. 53. árg. 2003; Um rétt til efnda in natura sjá Þorgeir Örlygsson: „Efndir in natura“. Tímarit lögfræðinga. 4. hefti. 50. árg. 2000, bls. 285 o.áfr.; Um skaðbótareglur fasteignakaupalaga sjá Viðar Már Matthíasson: „Skaða- bótareglur laga um fasteignakaup nr. 40/2002“. Úlfljótur. 3. tbl. 56. árg. 2003, bls. 321 o.áfr.; Um riftun í fasteignakaupum sjá Viðar Már Matthíasson: „Riftun og framkvæmd hennar samkvæmt lögum um fasteignakaup nr. 40/2002“. Tímarit lögfræðinga. 2. hefti. 2003, bls. 115. 196
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.