Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 16
Tilvísun 1. mgr. 17. gr. kpl. til magnsins verður að skoða nreð hliðsjón af ákvæði 2. mgr. 43. gr. laganna senr felur það í sér að unnt er að beita reglununr um galla þegar afhendingu er áfátt hvað magn varðar.7 Þar kemur fram að megi ráða af atvikum að seljandi hafi lokið afhendingu af sinni hálfu, þótt umsamið magn hafi ekki allt verið afhent, eigi reglurnar um galla við. Verulega þýðingu getur haft að greina milli þess hvort um galla eða greiðsludrátt af hálfu seljanda er að ræða. Ef vanefnd er skilgreind sem greiðsludráttur getur kaupandi sam- kvæmt 22. gr. kpl. krafist efnda, riftunar, skaðabóta og haldið eftir kaupverði. Úrbóta eða nýrrar afhendingar getur hann á hinn bóginn ekki krafist. Ef söluhlutur er gallaður getur kaupandi á liinn bóginn samkvæmt 30. gr. kpl. krafist úrbóta, nýrrar afhendingar, afsláttar, riftunar, skaðabóta og haldið eftir greiðslu. Greiðsludráttur • efndir • riftun • skaðabætur • hald á kaupverði Galli • úrbætur • ný afhending • afsláttur • riftun • skaðabætur • hald á greiðslu Með öðrum eiginleikum í E mgr. 17. gr. kpl. er t.d. átt við geymsluþol vöru.8 Það að söluhlutur hefur ekki venjulegt geymsluþol eða venjulegan endingar- tíma getur eins og síðar verður rakið talist galli í skilningi kpl. og heimilað kaupanda beitingu vanefndaúrræða. Sjá til athugunar H 1991 1997 (jarðýta) þar sem lögð var á það áhersla við mat á galla að kaupandi gæti haft eðlileg afnot af jarðýtunni með hliðsjón af aldri hennar. Dómurinn er reifaður í kafla 2.2.2. Hvað innnpökkun varðar er ljóst að tjón sem verður á umbúðum leiðir ekki sjálfkrafa til þess að kaupandi geti beitt gallaúrræðum ef söluhluturinn sjálfur hefur ekki orðið fyrir neinum skemmdum. I því tilviki hefur innpökkunin einmitt náð tilgangi sínum, þ.e. að vama því að hluturinn verði fyrir tjóni. Þetta getur þó horft öðruvísi við þegar um hlut er að ræða sem ætlaður er til áfram- haldandi flutnings í sömu umbúðunum. Innpökkun vöru getur einnig haft sjálf- stæða þýðingu í öðrum samböndum. Ef það leiðir t.d. af samningi að hlut skal pakka inn fyrir flutning, og það hefur ekki verið gert þegar kaupandi kemur til að sækja hann, er um galla að ræða í skilningi 17. gr. kpl. Þá getur innpökkun stundum haft sjálfstæða þýðingu fyrir kaupanda sem hyggst endurselja sölu- hlut. Þetta á við um gjafavörur, t.d. ýmiss konar skrautvörur, en einmitt þar hefur innpökkunin sjálf mikla þýðingu við markaðssetningu.9 7 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 833. 8 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 833. 9 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 833. 200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.