Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 18
stigum, heldur bæri að miða við stöðu þeirra á afhendingardegi. Um kaup hluta- bréfa sjá dóm Hæstaréttar frá 13. nóvember 2003 í málinu nr. 312/2003 (Frjáls fjölmiðlun). Þar lagði Hæstiréttur áherslu á að það hafi verið forsenda og ákvörðunarástæða kaupandans við hlutabréfakaup að verðmæti umræddra hlutabréfa svaraði nokkum veginn til þess verðs sem fyrirsvarsmaður félagsins tiltók og kaupandinn taldi sig mega vænta af orðum hans. Osannað væri að kaupandinn hefði verið reiðubúinn til að gjalda fyrir hlutabréfin verð sem væri í jafn miklu ósamræmi við virði félagsins og raun bar vitni. Forsenda kaupanda til kaupanna hafi þannig brostið í verulegum mæli af ástæðum sem seljanda bréfanna var eða mátti vera kunnugt um og hafi verið um galla í skilningi kauparéttar að ræða. Var riftunarkröfu kaupanda hafnað en honum dæmdur afsláttur. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. Sjá kafla 5.3. 2.2 Kröfur sem gerðar eru til söluhlutar ef annað leiðir ekki af samningi 2.2.1 Almenn atriði í 2. mgr. 17. gr. kpl. er í a-d liðum fjallað um þær kröfur sem gerðar eru til eiginleika söluhlutar ef annað leiðir ekki af samningnum sjálfum. Skilyrði 2. mgr. 17. gr. kpl. hafa sjálfstæða þýðingu gagnvart 1. mgr. ákvæðisins, en þó ber þess að geta að sömu skilyrði leiðir yfirleitt af samningi.14 A svipaðri aðferða- fræði er byggt í nkpl. Þar segir í 1. mgr. 15. gr. að söluhlutur skuli hvað varðar tegund, magn, gæði, aðra eiginleika og innpökkun fullnægja þeim kröfum sem leiðir af samningi. Síðan er talið upp í a-g liðum 2. mgr. 15. gr. hverja eiginleika söluhlutur skuli hafa til að bera ef annað leiðir ekki af samningi. Kröfum kpl. og nkpl. verður lýst hér á eftir í köflum 2.2.2-2.2.9 en þær eru í stuttu máli: • söluhlutur henti í sama tilgangi og sambærilegir hlutir gera venjulega • söluhlutur henti í ákveðnum tilgangi sem seljandi vissi um • söluhlutur hafi sömu eiginleika og prufur og lfkön sem seljandi hefur vísað til • söluhlutur skal vera í venjulegum eða öðrum forsvaranlegum umbúðum • söluhlutur skal vera í samræmi við væntingar neytanda um endingu o.fl. • söluhlutur skal vera í samræmi við kröfur opinbers réttar • söluhlutur skal vera laus við kvaðir af hálfu þriðja manns • sérreglur sem gilda þegar kaupandi leggur sjálfur efnivið til söluhlutar Rétt er að hafa í huga að hvorki upptalning 2. mgr. 17. gr. kpl. né upptalning 2. mgr. 15. gr. nkpl. eru tæmandi heldur eru þar nefnd í dæmaskyni nokkur mikilvæg atriði sem þýðingu hafa við mat á eiginleikum söluhlutar. Til viðbótar má nefna að venjulegur stóll verður t.d. að þola þyngd fullorðins manns og nýr 14 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 834. 202
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.