Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 19

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 19
einkabíll verður að vera rykþéttur og hafa sömu lita- og lakkeiginleika og nýir bílar hafa yfirleitt. Það að hlutur hefur ekki venjulegan endingartíma getur verið galli. Of stuttur endingartími getur t.d. stafað af því að ekki hefur verið komið í veg fyrir að bíll ryðgi óeðlilega. Takmarkað öryggi getur líka talist galli í þessum skilningi, t.d. ef hlutur hefur ekki þá öryggiseiginleika sem kaupandinn gat búist við samkvæmt markaðsauglýsingum. Reglur 2. mgr. 17. gr. kpl. víkja að sjálfsögðu ef annað leiðir af samningi svo sem berum orðum er tekið fram í upphafsorðunr ákvæðisins.15 Notagildi hefur á síðustu árum orðið þýðingarmeira í skilgreiningu og við útlistun á gallahugtakinu í kauparétti. Er nú yfirleitt tíðkað að greina kröfuna um notagildi í tvennt, þ.e. annars vegar hið almenna notagildi, sbr. a-lið 2. mgr. 17. gr. kpl., og hins vegar hið sérstaka notagildi sem kveðið er á um í b-lið sama ákvæðis. A hinu sama er byggt í a og c-liðum 2. mgr. 15. gr. nkpl. og a og b- liðum 1. mgr. 19. gr. fkpl.16 Verður nú gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem fram koma í 2. mgr. 17. gr. kpl. og 2. mgr. 15. gr. nkpl. um eiginleika söluhlutar og gilda þegar það verður ekki leitt af samningnum sjálfum hverjir eiginleikar hlutarins skulu vera.17 2.2.2 Söluhlutur skal henta í þeim tilgangi sem sambærilegir hlutir eru venjulega notaðir til - Hið almenna notagildi söluhlutar í a-lið 2. mgr. 17. gr. kpl. er sá áskilnaður gerður að hlutur skuli henta í þeim tilgangi sem sambærilegir hlutir eru venjulega notaðir til. Sjá til athugunar um það efni H 1984 110 (fisksöltunarsalt), H 1989 40 (bifhjól), H 1991 1997 (jarðýta), H 1993 777 (salatpökkunarvél) og H 1993 709 (þakstál). Hlutur skal með öðrum orðum fullnægja ákveðnum almennum lágmarksskilyrðum hvað eiginleika varðar. Hins vegar er ljóst að ólíkir hlutir geta verið mismunandi að gæðum án þess þó að sá lakasti teljist gallaður. Við mat í þeim efnum verður að taka sanngjamt tillit til ýmissa atvika við kaupin, t.d. aldurs hlutarins og þess verðs sem fyrir hann er goldið. Akvæðið felur það að öðru leyti í sér að hafi hlutur ekki þá eiginleika til að bera sem sambærilegir hlutir hafa venjulega telst hann gallaður, jafnvel þótt hlutinn megi nota í þeim tilgangi sem kaupandinn 15 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 834, og Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3801. 16 Gallahugtak fasteignakauparéttarins er oft greint í almennan og sérstakan hluta. I a-lið 1. mgr. 19. gr. fkpl. kemur fram að fasteign telst gölluð, þ.e. í hinum almenna skilningi, ef hún hentar ekki til þeirra afnota sem sambærilegar eignir eru venjulega notaðar til. Ibúðarhúsnæði sem ekki hentar til þeitTa nota telst gallað samkvæmt a-lið 1. mgr. 19. gr. Sjá nánar Alþt. 2001-2002, A-deild, bls. 1464. 17 I 1. tl. 1. mgr. 9. gr. þjkpl. kemur fram að seld þjónusta telst gölluð ef árangur af unnu verki stenst ekki kröfur samkvæmt 4. gr. laganna eða seld þjónusta víkur frá almennum öryggiskröfum samkvæmt 5. gr. Samkvæmt 4. gr. laganna skal útseld þjónusta sem seld er í atvinnuskyni ávallt vera byggð á fagþekkingu og í samræmi við góða viðskiptavenju sem tíðkast hverju sinni. Er skylt að veita allar upplýsingar og leiðbeiningar um vinnu verks með hagsmuni neytenda fyrir augum. 203
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.