Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 27
2.2.8 Söluhlutur skal vera laus við kvaðir af hálfu þriðja manns í g-lið 2. mgr. 15. gr. nkpl. er ákvæði sem kveður á um að söluhlutur skuli vera laus við kvaðir frá þriðja manni, t.d. eignarrétt eða veðrétt. Söluhlutur skal einnig vera laus við kröfur þriðja manns um kvaðir í hlutnum, enda þótt þeim sé mótmælt, nema kröfumar séu augljóslega órökstuddar. Ákvæðið á sér fyrirmynd í norskum lögum um neytendakaup. Þó að sambærilegt ákvæði sé ekki að finna í lögum um lausafjárkaup er þar í 1. og 3. mgr. 41. gr. fjallað um vanheimild og kröfur þriðja manns til réttar yfir söluhlut og hafa þau ákvæði sömu þýðingu og g-liður 2. mgr. 15. gr. nkpl.29í tilvitnuðu ákvæði kpl. kemur fram að eigi þriðji maður eignarrétt, veðrétt eða annan rétt yfir söluhlut (vanheimild) gilda reglurnar unt galla eftir því sem við á, nema leiða megi af samningi að kaupandi hafi átt að taka við hlutnum með þeim takmörkunum sem leiðir af rétti þriðja manns. Kaupandi getur í öllum tilvikum krafist skaðabóta fyrir tjón af völdum vanheimildar sem var til staðar við kaupin, enda hafi hann hvorki vitað né mátt vita um vanheimildina. Ef þriðji maður gerir tilkall til réttar yfir söluhlut og kröfu hans er andmælt gilda framangreindar reglur, nema augljóst sé að krafa þriðja manns eigi við engin rök að styðjast. I 46. gr. fkpl. ræðir um vanheimild í fasteignakaupum. Þar kemur fram í 1. mgr. að eigi þriðji maður beinan eignarrétt, veðrétt eða annars konar rétt til fasteignar gildi ákvæði laganna um galla eftir því sem við getur átt, enda leiði ekki af kaupsamningi að kaupandi hafi átt að yfirtaka fasteignina með þeim takmörkunum sem leiðir af rétti þriðja manns. Kaupandi getur þó ekki krafist úrbóta samkvæmt 39. gr. laganna. Samkvæmt 2. mgr. getur grandlaus kaupandi þó ávallt krafist skaðabóta vegna tjóns sem leiðir af því að fasteign var eign annars manns en seljanda þegar samningur var gerður. í 3. mgr. kemur fram að hafi þriðji maður gert tilkall til réttar yfir fasteign og seljandi andmælir gilda ákvæði 1. og 2. mgr., nema augljóst sé að krafan eigi ekki við nein rök að styðjast. 2.2.9 Efniviður sem neytandi hefur lagt til Neytandi getur ekki borið fyrir sig galla ef orsök gallans er að rekja til efniviðar sem neytandinn hefur sjálfur lagt til, sbr. 4. mgr. 16. gr. nkpl. Þetta gildir þó ekki ef seljandinn hefði átt að ráða neytanda frá notkun efnisins vegna óhentugra eiginleika þess. Er markmið ákvæðisins að deila áhættunni í slíkum tilvikum. Sambærilegt ákvæði er ekki í kpl.30 29 Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3803. 30 Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3805. 211
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.