Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 27
2.2.8 Söluhlutur skal vera laus við kvaðir af hálfu þriðja manns
í g-lið 2. mgr. 15. gr. nkpl. er ákvæði sem kveður á um að söluhlutur skuli
vera laus við kvaðir frá þriðja manni, t.d. eignarrétt eða veðrétt. Söluhlutur skal
einnig vera laus við kröfur þriðja manns um kvaðir í hlutnum, enda þótt þeim
sé mótmælt, nema kröfumar séu augljóslega órökstuddar. Ákvæðið á sér
fyrirmynd í norskum lögum um neytendakaup.
Þó að sambærilegt ákvæði sé ekki að finna í lögum um lausafjárkaup er þar
í 1. og 3. mgr. 41. gr. fjallað um vanheimild og kröfur þriðja manns til réttar yfir
söluhlut og hafa þau ákvæði sömu þýðingu og g-liður 2. mgr. 15. gr. nkpl.29í
tilvitnuðu ákvæði kpl. kemur fram að eigi þriðji maður eignarrétt, veðrétt eða
annan rétt yfir söluhlut (vanheimild) gilda reglurnar unt galla eftir því sem við
á, nema leiða megi af samningi að kaupandi hafi átt að taka við hlutnum með
þeim takmörkunum sem leiðir af rétti þriðja manns. Kaupandi getur í öllum
tilvikum krafist skaðabóta fyrir tjón af völdum vanheimildar sem var til staðar
við kaupin, enda hafi hann hvorki vitað né mátt vita um vanheimildina. Ef þriðji
maður gerir tilkall til réttar yfir söluhlut og kröfu hans er andmælt gilda
framangreindar reglur, nema augljóst sé að krafa þriðja manns eigi við engin
rök að styðjast.
I 46. gr. fkpl. ræðir um vanheimild í fasteignakaupum. Þar kemur fram í 1.
mgr. að eigi þriðji maður beinan eignarrétt, veðrétt eða annars konar rétt til
fasteignar gildi ákvæði laganna um galla eftir því sem við getur átt, enda leiði
ekki af kaupsamningi að kaupandi hafi átt að yfirtaka fasteignina með þeim
takmörkunum sem leiðir af rétti þriðja manns. Kaupandi getur þó ekki krafist
úrbóta samkvæmt 39. gr. laganna. Samkvæmt 2. mgr. getur grandlaus kaupandi
þó ávallt krafist skaðabóta vegna tjóns sem leiðir af því að fasteign var eign
annars manns en seljanda þegar samningur var gerður. í 3. mgr. kemur fram að
hafi þriðji maður gert tilkall til réttar yfir fasteign og seljandi andmælir gilda
ákvæði 1. og 2. mgr., nema augljóst sé að krafan eigi ekki við nein rök að
styðjast.
2.2.9 Efniviður sem neytandi hefur lagt til
Neytandi getur ekki borið fyrir sig galla ef orsök gallans er að rekja til
efniviðar sem neytandinn hefur sjálfur lagt til, sbr. 4. mgr. 16. gr. nkpl. Þetta
gildir þó ekki ef seljandinn hefði átt að ráða neytanda frá notkun efnisins vegna
óhentugra eiginleika þess. Er markmið ákvæðisins að deila áhættunni í slíkum
tilvikum. Sambærilegt ákvæði er ekki í kpl.30
29 Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3803.
30 Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3805.
211