Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 29
hafi haft áhrif á kaupin. Sambærilegt ákvæði er í c-lið 1. mgr. 16. gr. nkpl. og 3. tl. 4. mgr. 2. gr. Evróputilskipunar um neytendakaup. Meginatriði þau sem fram koma í 1. mgr. 18. gr. kpl. eru þessi: • söluhlutur svarar ekki til þeirra upplýsinga sem seljandi hefur gefið • upplýsingamar hafa verið gefnar við markaðssetningu eða á annan hátt • upplýsingamar varða hlutinn, eiginleika hans eða notkun • ætla má að upplýsingamar hafi haft áhrif á kaupin Samkvæmt 1. mgr. 27. gr. fkpl. telst fasteign gölluð ef hún er ekki í sam- ræmi við upplýsingar sem seljandi eða þeir sem koma fram fyrir hans hönd hafa veitt kaupanda. Hið sama á við ef fasteign er ekki í samræmi við upplýsingar sem veittar eru í auglýsingum, söluyfirliti eða öðrum sölu- eða kynningargögn- um um hana. 12. mgr. er sú takmörkun gerð að ákvæði 1. mgr. eigi einungis við ef upplýsingar hafa haft áhrif á gerð eða efni kaupsamnings og þær eru ekki skýrlega leiðréttar í tæka tíð.32 í 2. tl. 1. mgr. 9. gr. þjkpl. kemur fram að seld þjónusta telst gölluð ef seljandi þjónustu hefur gefið rangar eða villandi upp- lýsingar í auglýsingunt eða öðrum tilkynningum sem beint er að almenningi eða neytanda sérstaklega enda hafi þær verið forsenda fyrir kaupum á þjónustu. Það orðalag 1. mgr. 18. gr. kpl. að söluhlutur svari ekki til þeirra upplýsinga sem seljandinn hefur gefið tekur ífyrsta lagi til allra upplýsinga sem eru rangar.33 Skiptir þá ekki máli hvort það er einungis tiltekinn hlutur sem ekki hefur þá eiginleika sem í upplýsingunum fólust eða hvort það er öll framleiðslan sem eiginleikana skortir. Til dæmis er hugsanlegt að öll framleiðslan sé seld undir heiti sem ekki svarar til innihalds hennar. / öðru lagi tekur ákvæðið til upplýs- inga sem eru í sjálfu sér réttar en eru settar fram á villandi hátt. Reglur um upplýsingaskyldu seljanda verður að öðru leyti ávallt að skoða í ljósi reglna um rannsókn kaupandans og vitneskju hans um hlutinn, sbr. 20. gr. kpl.34 Sjá til athugunar úr tíð eldri kpl. H 1972 367 (vatnsvarinn krossviður) H 1996 545 (Ford 250) og H 1997 1528 (Lancer). H 1996 545 (Ford 250) Kaupandi bifreiðar höfðaði mál á hendur seljanda vegna galla í vél og gírkassa bifreiðarinnar. Sannað þótti að fyrir kaupin höfðu kaupanda verið gefnar þær upplýsingar að vélin væri nýuppgerð, en ósannað þótti að seljandinn hefði bent kaupandanum á verkstæði það sem seljandinn fékk til að gera við bifreiðina skömmu fyrir kaupin og að hann gæti fengið þar allar upplýsingar um hvað nákvæmlega var gert við vélina. Samkvæmt þessu þótti kaupandinn hafa rækt skoðunarskyldu sína þannig við kaupin að nægjanlegt gæti talist. Yrði á það að fallast að vélin hafi verið 32 Um skýringu á 27. gr. fkpl. sjá Alþt. 2001-2002, A-deild, bls. 1467-1468. 33 Sjá um norskan rétt Christian Fr. Willer: Kjppsretten i et nptteskall. Bergen 1997, bls. 103. 34 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 836-838, og Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3804. 213
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.