Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 34
• upplýsingamar hafa verið gefnar á umbúðum, í auglýsingum eða við aðra markaðssetningu • markaðssetningin hefur farið fram á vegum seljanda eða fyrri söluaðila • reglan gildir ekki ef seljandi hvorki vissi né mátti vita að upplýsingarnar voru gefnar • reglan gildir ekki ef upplýsingar er leiðréttar á skýran hátt og með næg- um fyrirvara Gildissvið 2. mgr. 18. gr. kpl. er takmarkað við þær upplýsingar sem veittar eru við markaðssetningu en ekki skiptir máli hvemig hún hefur farið fram. I 2. mgr. 18. gr. kpl. eru umbúðir söluhlutar og auglýsingar nefndar sérstaklega en það er einungis í dæmaskyni. Seljandinn ber samkvæmt ákvæðinu ekki ábyrgð á upplýsingum sem veittar eru í öðru samhengi en við markaðssetningu. Þegar um markaðssetningu söluhlutar er að ræða ber seljandinn ekki einungis ábyrgð áfyrri söluaðilum heldur einnig á öðrum sem sjá um markaðssetningu hlutar- ins, t.d. framleiðandanum eða innflytjanda, en orðalagið takmarkar þetta þó við þá sem annast markaðssetningu á vegum seljanda eða fyrri söluaðila. Af þessu leiðir að utan gildissviðs ákvæðisins falla upplýsingar sem samkeppnisaðilar hafa gefið um sambærilega hluti.39 3.4 Áhrif þess að upplýsingar eru leiðréttar í 3. mgr. 18. gr. kpl. kemur fram sú undantekning að reglur 1. og 2. mgr. eiga ekki við þegar upplýsingarnar eru leiðréttar á skýran og skilmerkilegan hátt og með nægum fyrirvara. Sambærilegt ákvæði er ekki í nkpl. en hins vegar er slfkt ákvæði að finna í 2. mgr. 27. gr. fkpl. Ákvörðun um það hvenær upplýsingar koma nógu skýrt fram veltur m.a. á efni þeirra, á hvern hátt þær voru gefnar, af hverjum og í hvaða tilgangi. Al- mennt verður að krefjast þess að leiðréttar upplýsingar séu veittar á álíka áhrifa- ríkan hátt og hinar upprunalegu upplýsingar voru veittar. Hafi upphaflegar upplýsingar verið veittar kaupandanum beint og milliliðalaust er því ekki nóg að leiðrétting komi fram í auglýsingu. Á hinn bóginn er einnig unnt að hugsa sér þau tilvik að ekki nægi að leiðrétta upplýsingar í auglýsingum þótt upp- haflegu upplýsingamar hafi verið gefnar með þeim hætti. Til þess að unnt sé að halda því fram að leiðréttar upplýsingar hafi verið gefnar með nægum fyrirvara verða þær að hafa verið til staðar með réttum hætti áður en kaup voru gerð. Ekki er það skilyrði að leiðréttar upplýsingar séu komnar til vitundar kaupanda, heldur nægir að þær hafi verið gefnar í tíma með þeim hætti að slíkt sé almennt til þess fallið að geta leiðrétt rangan skilning kaupanda í sambærilegum tilvik- urn. Ef seljandanum er ljóst í sambandi við kaupin að kaupandinn hefur ekki skilið leiðréttinguna getur seljandinn ekki hagnýtt sér það.40 39 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 838, og Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3805. 40 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 838. 218
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.