Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 39
kröfuna sagði að umrædd grafa væri 11 ára gömul og slitin. Henni var ekið nokkra kílómetra eftir að kaupandinn fékk hana afhenta og við fyrsta verk sem kaupandinn vann við eftir það bilaði gírkassinn og reyndist ónýtur. Osannað væri að seljandinn hefði tekið ábyrgð á tjóni sem af slíkri bilun kynni að leiða og jafnframt ósannað að hann hefði eftir að bilunin kom fram lofað greiðslu vegna hennar. Þó að kaupandi hafi mátt búast við ýmsum bilunum í tækinu þótti verða að líta til þess hversu fljótt eftir afhendingu gírkassinn eyðilagðist. Yrði því að telja að grafan hafi verið gölluð þegar afhending hennar fór fram og þótti kaupandi af þeirri ástæðu eiga rétt til afsláttar af kaupverðinu. Sambærilegt ákvæði er í a-lið 1. mgr. 17. gr. nkpl. að öðra leyti en því að aðeins er gerð krafa um að söluhlutur sé í verra ástandi en neytandi hafði ástæðu til að ætla, en ekki um að söluhlutur sé í mun verra ástandi en neytandi mátti búast við. Er með þessari orðalagsbreytingu verið að aðlaga íslenskan rétt 1. mgr. 7. gr. Evróputilskipunar unr neytendakaup. Er þessi breyting í samræmi við norskan, finnskan og sænskan rétt á sviði neytendakaupa.50 Samkvæmt 2. málsl. 28. gr. fkpl. telst fasteign gölluð ef ástand hennar er til muna lakara en kaupandi hafði ástæðu til að ætla miðað við kaupverð hennar eða atvik að öðru leyti og skiptir þá ekki máli þótt kaupin hafi verið gerð með þeim skilmála að eignin væri seld „í því ástandi sem hún er“ eða með öðrum áþekkum almennum fyrirvörum.51 4.2 Hlutir seldir á uppbuði Ef notaðir hlutir eru seldir á uppboði gilda samkvænrt 2. mgr. 19. gr. kpl. ákvæði 1. mgr. 19. gr. eftir því senr við getur átt. Ákvæðið er svipaðs efnis og 48. gr. eldri kpl. en gengur þó lengra en eldri réttur gerði þar sern því er slegið föstu að reglur 1. mgr. gildi á sama hátt við sölu á uppboði eftir því sem við getur átt. í tíð eldri kpl. var talið að uppboðskaupandi yrði að taka hið selda eins °g það var og gæti ekki borið fyrir sig neina galla á því nema seljandi hefði haft svik í frammi eða hið selda svaraði ekki til þess heitis sem það var auðkennt með við söluna. Þessar sérreglur um sölu á uppboði voru þó ekki taldar gilda, þegar kaupmaður seldi vaming sinn á uppboði.52 Ákvæðið, þ.e. 2. mgr. 19. gr. kpl., á bæði við um sölu á frjálsu uppboði og nauðungarsölu en þó ganga ákvæði laga um nauðungarsölu framar þar sem í millunr skilur. Rétt er að hafa það í huga að sala á uppboði lýtur að mörgu leyti öðrum lögmálum en önnur sala, enda er gert ráð fyrir því í ákvæðinu með orðunum „eftir því sem við getur átt“. Helst tíðkast að hlutur sé boðinn til sölu „eins og hann er“ og er bjóðendum ætlað að meta eiginleika hans og verðleggja hann í samræmi við það. Ekki er ástæða til að gera seljandann ábyrgan þótt 50 Alþt. 2002-2003, A-deiId, bls. 3806. 51 Alþt. 2001-2002, A-deild, bls. 1468-1469. 52 Sjá Olafur Lárusson: Kaflar úr kröfurétti, bls. 86. 223
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.