Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 40
hlutur henti ekki til þeirra nota sem slíkir hlutir eru venjulega notaðir til. Enn síður er ástæða til að leggja ábyrgð á seljandann af því tilefni að hlutur hentar ekki til þeirra sérstöku nota sem kaupandinn ætlaði að hafa af honum, enda er það ekki fyrr en við sölulok að seljandinn veit hver kaupandinn er.53 Svipað ákvæði er í 2. mgr. 17. gr. nkpl. Ef notaðir hlutir eru seldir á uppboði þar sem neytandi hefur haft möguleika á að vera viðstaddur gilda ákvæði 1. mgr. 17. gr. eftir því sem við getur átt. Sá áskilnaður að neytandi hafi haft möguleika á að vera viðstaddur uppboðið þar sem söluhlutur var seldur er ekki í kpl., en það á rót sína að rekja til Evróputilskipunarinnar um neytendakaup. Er að þessu leyti munur á ákvæðum kpl. og nkpl.54 5. RANNSÓKN SÖLEHLUTAR AF HÁLFU KAUPANDA 5.1 Almenn atriði Kaupandi þarf að fullnægja ýmsum skilyrðum til þess að geta komið fram með kröfur á hendur seljanda vegna galla á söluhlut og er um það fjallaði í 20. gr. kpl. I 1. mgr. ákvæðisins kemur fram meginreglan í þeim efnum en þar segir að kaupandi geti ekki borið neitt það fyrir sig sem galla sem hann vissi eða mátti vita um þegar kaupin voru gerð. Ákvæði 2. og 3. mgr. fela í sér nánari útfærslu þeirrar meginreglu.55 I 3. mgr. 16. gr. nkpl. er sambærilegt ákvæði 1. mgr. 20. gr. kpl. en við setningu nkpl. var ákveðið að taka efni 2. og 3. mgr. 20. gr. kpl. um rannsókn af hálfu kaupanda ekki upp í lög um neytendakaup þar sem talið var að slíkt samræmdist ekki 3. mgr. 2. gr. tilskipunar um neytendakaup.56 5.2 Gallar sem kaupandi vissi eða mátti vita um Kaupandi getur ekki borið neitt það fyrir sig sem galla sem hann vissi eða mátti vita um þegar kaupin voru gerð, sbr. 1. mgr. 20. gr. kpl. og 3. mgr. 16. gr. nkpl. Ef kaupandi vitandi vits gerir samning þótt hann viti um tiltekinn eiginleika söluhlutarins getur hann ekki síðar borið það fyrir sig að þennan eiginleika beri að telja galla. í ákvæðinu felst ekki aðeins að kaupandanum hafi verið kunnugt um viðkomandi atvik heldur lrka að hann hafi áttað sig á þýðingu þess sem galla. Ef kaupandi naut ekki nauðsynlegrar sérfræðilegrar aðstoðar til að skilja þýðingu tiltekins eiginleika sem seljandinn vakti athygli hans á er eftir atvikum samt sem áður ekki útilokað að kaupandinn geti af því tilefni komið fram með kröfu á hendur seljanda vegna galla. Þá útilokar ákvæðið heldur ekki kröfu af 53 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 840. 54 Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3806. 55 Ákvæði sambærilegt 1. mgr. 20. gr. kpl. var ekki í eldri lögum, en hins vegar er slfkt ákvæði í 3. mgr. 35. gr. Sþ-sáttmálans. Ákvæði 2. og 3. mgr. 20. gr. svara efnislega til 2. og 3. mgr. 47. gr. eldri kaupalaga. Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 840. 56 Alþt. 2002-2003, A-deild, bls. 3805. 224
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.