Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 43
Hæstaréttar frá 7. febrúar 2002 í málinu nr. 297/2001 (bílaþvottavélar) en þar var tekið fram að vélarnar hefðu ekki haft þá kosti sem hefði mátt ætla að væru áskildir og telja varð að seljandinn hefði ábyrgst, sbr. 2. mgr. 42. gr. eldri kpl. Jafnframt var tekið fram að kaupandi hefði sem leikmaður ekki mátt gera sér grein fyrir raunverulegu ástandi vélanna við skoðun þeirra og því voru ákvæði 47. gr. eldri kpl. ekki talin standa í vegi fyrir bótakröfu kaupanda. Einnig getur verið að kaupandinn rannsaki hlut en atvik gefi honum gilda ástæðu til þess að takmarka rannsókn sína. í slíkum tilvikum glatar kaupandinn ekki rétti til þess að koma fram með kröfur vegna galla sem hann hefði átt að komast að við nákvæmari rannsókn.60 Segja má að það sé fyrst og fremst sönn- unaratriði hvað kaupandi sá eða mátti sjá við skoðun, sbr. t.d. H 1988 1416 (Autobinanci). Sjá einnig af vettvangi fasteignakaupa dóm Hæstaréttar frá 4. mars 2004 í málinu nr. 180/2003 (Leirutangi) en þar var talið, að gögnum málsins virtum, að gallar þeir sem um var deilt í málinu hafí ekki átt að geta dulist væri eignin skoðuð með þeirri athygli sem ætlast mátti til. Sjá einnig H 2000 2682 (Fljótasel) en þar var talið að kaupendur umrædds húss hefðu ekki skoðað það sem skyldi að utanverðu þótt útlit þess, upplýsingar frá seljanda og nýlegar viðgerðir á endaraðhúsi hefðu gefið kaupendum fullt tilefni til þess að kanna ástand hússins betur. Voru kaupendur því ekki taldir eiga rétt til afsláttar vegna galla sem stöfuðu frá ytra byrði hússins. H 1980 66 (Sólbjörg EA-I42) Kaupandi báts skoðaði bátinn áður en kaup fóru fram. Honum var sýnt haffæris- skírteini fyrir bátinn en það bar með sér að vera úr gildi fallið þegar kaup fór fram. Kaupanda var kunnugt um að ágreiningur hafði komið upp milli seljanda og fyrri eiganda bátsins um ástand hans. Var kaupandanum sýnd skoðunar- og matsgerð dómkvaddra matsmanna sem framkvæmd var vegna þess ágreinings. Þá var kaup- anda einnig kunnugt um leka í bátnum. í kaupsamningi var tekið fram að báturinn aflientist í því ástandi sem hann væri og að kaupanda væri kunnugt um framan- greindan ágreining um ástand bátsins og leka. Samkvæmt þessu, upplýsingum um meðferð bátsins eftir að kaup gerðust og málavöxtum að öðru leyti þótti kaupandi ekki hafa fært að því fullnægjandi sönnur að við afhendingu bátsins hafi kveðið meira að göllum á honum en við mátti búast ef skoðun hefði verið jafn rækileg og tilefni var til. Þá var ósannað að kaupandi hefði verið beittur svikum við kaupin. Var seljandi því sýknaður af bótakröfu kaupanda. H 1988 1416 (Autobinanci) Kaupandi bifreiðar taldi að eftir kaupin hefði komið í ljós að vél bifreiðarinnar væri haldinn galla sem ekki hefði verið hægt að gera sér grein fyrir við skoðun. í áliti dómkvaddra matsmanna sagði að eins og vélin hefði komið þeim fyrir augu og eyru áður en hún var tekin í sundur hefði maður sem ekki er sérstaklega vanur meðferð 60 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 841. 227
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.