Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 45
Dómur Hæstaréttar frá 4. mars 2004 í málinu nr. 180/2003 (Leirutangi) I dóminum segir m.a. svo: „Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi mun vera farið upp á þakloftið um brattan stiga sem áfastur er hlera sem lokar stigaopinu, en beint fyrir ofan stigaopið sést greinilega viðgerð á þakdúknum ... Aðaláfrýjendum var gefinn kostur á að skoða þakloftið, sem þau létu ógert að öðru leyti en því að aðal- áfrýjandinn Ásgrímur mun hafa staðið í stiganum og litið þaðan upp. Þá er fram komið að utan húss mátti sjá af jörðu niðri merki viðgerða á þaksteini, væri athygli beint þangað. Samkvæmt framansögðu áttu gallar á þaki hússins ekki að geta dulist væri eignin skoðuð með þeirri athygli, sem ætlast mátti til“. í 2. mgr. 20. gr. kpl. kemur ekki fram bein skylda kaupanda til þess að rannsaka söluhlut að eigin frumkvæði fyrir kaup. Þótti við setningu kpl. ekki ástæða til þess að lögleiða slíka reglu, enda myndi hún hafa litla raunhæfa þýðingu í mörgum tilvikum, t.d. þegar kaup eiga sér stað í venjulegri búðar- verslun. Ef um neytendakaup er að ræða og sérfræðileg þekking kaupanda er ekki fyrir hendi er varla unnt að gera meiri kröfur en þær að kaupandinn athugi að umbúðir séu heilar. Hins vegar leiðir það af ákvæðum 31. gr. kpl. að á kaupanda hvílir rannsóknarskylda eftir að hlutur hefur verið afhentur. Það getur á hinn bóginn leitt af samningi aðila eða venju að kaupandi eigi að rannsaka söluhlut fyrir kaup. í pöntunarkaupum er eðli málsins samkvæmt ekki unnt að rannsaka söluhlut fyrir kaup, en í því tilviki ætti að vera unnt að skoða efni o.fl. í hlutnum.61 Reglur um aðgæsluskyldu kaupanda og þýðingu þess að henni er ekki sinnt eru í 29. gr. fkpl. I athugasemdum greinargerðar með frumvarpi til laganna segir að við skipan reglna um fasteignakaup þurfi að taka afstöðu til þess hvort mæla eigi fyrir um fortakslausa skoðunarskyldu af hálfu kaupanda. Slíkt væri andstætt áratuga réttarframkvæmd og viðhorfi í norskum og dönskum rétti, auk þess sem það samrýmdist ekki reglum laga um lausafjárkaup. Mesti vandinn við að lögfesta slíka reglu sé og sá að ákvarða hverju það ætti þá að varða kaupanda ef hann sinnti ekki skoðunarskyldu sinni. Hætt sé við að jafnvægi milli hagsmuna kaupanda og seljanda yrði raskað ef stigið yrði það skref að mæla án fyrirvara um skoðunarskyldu kaupanda. Slfkt færi ekki heldur saman við ákvæði 12. gr. laga nr. 54/1997 um fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu, sem miði við að seljandi eigi að sjá um að afla og veita tilteknar upplýsingar um eignina. Því hafi við setningu laganna ekki þótt rétt að leggja til reglu um fortakslausa skoðunarskyldu kaupanda. Regla 29. gr. sé í samræmi við þær reglur sem farið hafi verið eftir í réttarframkvæmd. Þá segir að í 1. mgr. 29. gr. sé mælt fyrir um almenna reglu þess efnis að kaupandi geti ekki borið fyrir sig galla sem hann þekkti til eða átti að þekkja til þegar kaupsamningur var gerður. Með kaupanda í þessu sambandi sé ekki aðeins átt við kaupanda sjálfan heldur einnig aðra sem samsamaðir verði með 61 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 841. 229
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.