Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 47
í athugasemdum greinargerðar með frumvarpi til laga um fasteignakaup kemur fram að í 2. málsl. 2. mgr. 29. gr. fkpl. sé kveðið á um að reglan um rétt- indamissi kaupanda vegna þess að hann hafi ekki sinnt aðgæsluskyldu sinni eigi ekki við ef seljandi hefur sýnt af sér háttsemi sem telja megi stórkostlegt gáleysi eða framferði hans stríði með öðrum hætti gegn heiðarleika og góðri trú. Sjálfstætt gildi reglunnar takmarkist reyndar af ákvæði 3. mgr. Að því leyti sem hún hafi sjálfstætt gildi feli hún í sér að saknæm háttsemi seljanda leiði til þess að kaupandi haldi rétti sem hann ella myndi glata samkvæmt ákvæði 1. málsl. Akvæði 2. málsl. nefni tvenns konar háttsemi seljanda, þ.e. stórkostlegt gáleysi sem sé hlutlæg tilgreining og háttsemi sem sé andstæð heiðarleika eða góðri trú, sem sé huglæg tilgreining, þ.e. vísi til vondrar trúar en gangi ekki svo langt að gera áskilnað um svik. Viðmiðun við heiðarleika sé þekkt úr samningarétti, sbr. 33. gr. laga nr. 7/1936, með síðari breytingum, og viðmiðun við góða trú, bona fide, sé einnig þekkt úr kröfurétti og skaðabótarétti.64 5.4 Rannsókn á sýnishornuni Ef kaupandi hefur fyrir kaup rannsakað sýnishorn af söluhlut, eða látið það hjá líða án gildrar ástæðu og galli varðar eiginleika sem sjá mátti af sýnishorninu, gilda ákvæði 2. mgr. 20. gr. kpl. einnig um það tilvik. í því felst að kaupandi getur ekki borið fyrir sig neina þá galla sem hann sá eða hefði átt að sjá við slrka rannsókn á sýnishorninu. Hins vegar glatar kaupandinn ekki neinum rétti vegna galla sem ekki var unnt að komast að raun um við rannsókn á sýnishominu.65 5.5 Rannsókn á söluhlut eftir afhendingu I 20. gr. kpl. er eins og áður er fram komið fjallað unt afleiðingar þess að kaupandi lætur hjá líða að rannsaka söluhlut áður en kaup gerast, en það ákvæði leggur þó ekki neina sérstaka skyldu á kaupanda til að rannsaka söluhlut á þessu tímamarki, og er áður að því vikið. I 31. gr. er á hinn bóginn lögð sú almenna skylda á kaupanda að rannsaka söluhlut eftir að afhending hefur átt sér stað. Vanræksla á þeirri skyldu getur samkvæmt 32. gr. kpl. leitt til þess að kaup- andinn glatar rétti sínum til þess að bera fyrir sig galla með þeim hætti sem í 32. gr. segir. Að öðru leyti verður að skoða reglu 31. gr. kpl. með hliðsjón af 2. mgr. 49. gr. sem veitir kaupanda færi á að rannsaka söluhlut áður en kaupverðið er greitt. Segir þar að áður en kaupandinn greiðir kaupverðið eigi hann rétt á að rannsaka söluhlut á venjulegan hátt ef það sé ekki ósamrýmanlegt umsaminni aðferð við afhendingu og greiðslu kaupverðsins. Regla 31. gr. kpl. felur það í sér að eftir afhendingu skal kaupandi, jafnskjótt og sanngjamt tækifæri gefst til, rannsaka söluhlut á þann hátt sem góð venja stendur til. Ef flytja á hlut frá afhendingarstað getur kaupandinn þó beðið með rannsókn þar til hluturinn er kominn á ákvörðunarstað. En breyti kaupandi 64 Alþt. 2001-2002, A-deild, bls. 1469. 65 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 841. 231
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.