Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 51
hluturinn hafi tiltekna eiginleika eða að hann megi nota með venjulegum eða
sérstökum hætti tiltekinn tíma eftir afhendingu. Sjá H 1981 1390 (Ford
Taunus). Algengt dæmi um ábyrgð af þessu tagi er yfirlýsing um ryðvörn og
ábyrgð í því sambandi eða þegar ábyrgst er að skíði geti ekki brotnað. Yfir-
lýsingar um það að matvöru megi neyta fram til ákveðins dags felur líka í sér
ábyrgð af þessu tagi. Ætlast er til þess að hugtakið „tiltekinn tíma“ í ákvæðinu
nái einnig til ábyrgðaryfirlýsinga sem eru takmarkaðar við tiltekna notkun. Hér
má sem dæmi nefna það þegar ábyrgð á seldri bifreið er takmörkuð við fyrstu
50 þúsund kílómetrana sem bifreiðinni er ekið.73 Sjá H 1975 687 (Moskwitch),
H 1991 97 (súrheysturn) sem reifaður er í kafla 2.1 hér að framan og H 1988
1477 (Chevrolet Chevy).
Um heimild seljanda til að takmarka ábyrgð sína í ábyrgðarskilmálum
umfram það sem leiðir af ákvæðum kaupalaga sjá áðurgreindan H 1989 329
(dráttarvél) og dóm Hæstaréttar frá 25. janúar 2001 í málinu nr. 317/2000
(bátsvél), en í því máli krafði kaupandi bátsvélar seljandann um skaðabætur
vegna galla á vélinni án þeirra takmarkana á umfangi ábyrgðarinnar sem gerðar
voru í ábyrgðarskírteini frá framleiðanda. Gegn mótmælum kaupanda var selj-
andinn ekki talinn hafa sannað að hann hefði kynnt kaupanda áður en kaup voru
gerð að hann hygðist takmarka ábyrgð sína. Þá var seljandinn heldur ekki talinn
hafa sýnt fram á að til væri viðskiptavenja sem máli skipti um þetta efni. Var
því ekki fallist á að ábyrgðarskilmálamir væru hluti af samningi aðila og þannig
bindandi fyrir kaupanda. Gæti seljandinn því ekki borið fyrir sig takmörkun
ábyrgðar samkvæmt þessum skilmálum sem gengju lengra í þá átt að leysa hann
undan ábyrgð en leiddi af ákvæðum laga nr. 39/1922. Var bótakrafa kaupanda
því tekin til greina.
H 1975 687 (Moskwitch)
Seljandi nýrrar bifreiðar gaf við söluna út ábyrgðarskírteini þar sem hann skuldbatt
sig til að gera við galla sem kynnu að koma fram í bifreiðinni þar til búið væri að aka
henni 10.000 kílómetra, en þó ekki lengur en 6 mánuði. Gallar komu fljótlega í ljós
á gírkassa og reyndi seljandi árangurslaust að gera við þá. Osannað þótti að kaupandi
ætti sök á biluninni og talið var að úr henni yrði ekki bætt nema með því að setja
nýjan gírkassa í bifreiðina. Hæstiréttur taldi að seljanda hefði verið skylt að setjan
nýjan gírkassa í bifreiðina og þar sem hann hefði synjað þess bæri honum að greiða
kaupanda skaðabætur. Sjá einnig H 1972 780 en þar var seljandi nýrrar bifreiðar
sýknaður af bótakröfu kaupanda. Galli sá sem um ræddi í málinu var talinn falla
undir ákvæði ábyrgðarskírteinis sem út hafði verið gefið í tengslum við sölu bif-
reiðarinnar, en krafa kaupanda hafði ekki komið fram fyrr en eftir þann tíma sem
miðað var við í ábyrgðarskírteininu. Gat kaupandi því ekki haft uppi bótakröfu á
hendur seljanda, enda höfðu rök ekki verið leidd að því að ákvæði ábyrgðarskír-
teinisins væru ógild.
23 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 843.
235