Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 51

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 51
hluturinn hafi tiltekna eiginleika eða að hann megi nota með venjulegum eða sérstökum hætti tiltekinn tíma eftir afhendingu. Sjá H 1981 1390 (Ford Taunus). Algengt dæmi um ábyrgð af þessu tagi er yfirlýsing um ryðvörn og ábyrgð í því sambandi eða þegar ábyrgst er að skíði geti ekki brotnað. Yfir- lýsingar um það að matvöru megi neyta fram til ákveðins dags felur líka í sér ábyrgð af þessu tagi. Ætlast er til þess að hugtakið „tiltekinn tíma“ í ákvæðinu nái einnig til ábyrgðaryfirlýsinga sem eru takmarkaðar við tiltekna notkun. Hér má sem dæmi nefna það þegar ábyrgð á seldri bifreið er takmörkuð við fyrstu 50 þúsund kílómetrana sem bifreiðinni er ekið.73 Sjá H 1975 687 (Moskwitch), H 1991 97 (súrheysturn) sem reifaður er í kafla 2.1 hér að framan og H 1988 1477 (Chevrolet Chevy). Um heimild seljanda til að takmarka ábyrgð sína í ábyrgðarskilmálum umfram það sem leiðir af ákvæðum kaupalaga sjá áðurgreindan H 1989 329 (dráttarvél) og dóm Hæstaréttar frá 25. janúar 2001 í málinu nr. 317/2000 (bátsvél), en í því máli krafði kaupandi bátsvélar seljandann um skaðabætur vegna galla á vélinni án þeirra takmarkana á umfangi ábyrgðarinnar sem gerðar voru í ábyrgðarskírteini frá framleiðanda. Gegn mótmælum kaupanda var selj- andinn ekki talinn hafa sannað að hann hefði kynnt kaupanda áður en kaup voru gerð að hann hygðist takmarka ábyrgð sína. Þá var seljandinn heldur ekki talinn hafa sýnt fram á að til væri viðskiptavenja sem máli skipti um þetta efni. Var því ekki fallist á að ábyrgðarskilmálamir væru hluti af samningi aðila og þannig bindandi fyrir kaupanda. Gæti seljandinn því ekki borið fyrir sig takmörkun ábyrgðar samkvæmt þessum skilmálum sem gengju lengra í þá átt að leysa hann undan ábyrgð en leiddi af ákvæðum laga nr. 39/1922. Var bótakrafa kaupanda því tekin til greina. H 1975 687 (Moskwitch) Seljandi nýrrar bifreiðar gaf við söluna út ábyrgðarskírteini þar sem hann skuldbatt sig til að gera við galla sem kynnu að koma fram í bifreiðinni þar til búið væri að aka henni 10.000 kílómetra, en þó ekki lengur en 6 mánuði. Gallar komu fljótlega í ljós á gírkassa og reyndi seljandi árangurslaust að gera við þá. Osannað þótti að kaupandi ætti sök á biluninni og talið var að úr henni yrði ekki bætt nema með því að setja nýjan gírkassa í bifreiðina. Hæstiréttur taldi að seljanda hefði verið skylt að setjan nýjan gírkassa í bifreiðina og þar sem hann hefði synjað þess bæri honum að greiða kaupanda skaðabætur. Sjá einnig H 1972 780 en þar var seljandi nýrrar bifreiðar sýknaður af bótakröfu kaupanda. Galli sá sem um ræddi í málinu var talinn falla undir ákvæði ábyrgðarskírteinis sem út hafði verið gefið í tengslum við sölu bif- reiðarinnar, en krafa kaupanda hafði ekki komið fram fyrr en eftir þann tíma sem miðað var við í ábyrgðarskírteininu. Gat kaupandi því ekki haft uppi bótakröfu á hendur seljanda, enda höfðu rök ekki verið leidd að því að ákvæði ábyrgðarskír- teinisins væru ógild. 23 Alþt. 1999-2000, A-deild, bls. 843. 235
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.