Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 52
H 1981 1390 (Ford Taunus) Bifreið var á bifreiðasölu auðkennd þannig að hún væri með nýrri vél sem kaupandi skildi þannig að vélin væri nýupptekin eða skiptivél. Skoðun bifreiðarinnar á verk- stæði eftir kaup leiddi í ljós að vélin var „algerlega útkeyrð". Upplýst var að viðgerð hafði verið framkvæmd á vélinni áður en bifreiðin var seld en sú viðgerð var svo ófullkomin að engin trygging var fyrir því að hún dygði til langframa. Var talið að vélin hefði verið stórgölluð við söluna miðað við þá eiginleika sem af hálfu seljanda var ábyrgst að hún hefði og var seljandi talinn ábyrgur gagnvart kaupanda vegna tjóns hans af þessurn sökum. H 1988 1477 (Chevrolet Chevy) Bifreið var seld í desember 1984 og í afsali sagði að seljandi ábyrgðist að bifreiðin væri veðlaus og að „vél og kassi sé í lagi“. I byrjun janúar 1985 bilaði gírkassinn. Kaupandi krafði seljanda um greiðslu viðgerðarkostnaðar og byggði mál sitt á því að yfirlýsing seljanda í afsalinu hefði verið ábyrgðaryfirlýsing. Seljandi studdi sýknu- kröfu sína þeim rökum að ástæður bilunarinnar hefðu verið slæmt aksturslag kaup- anda, en enginn galli hefði verið á sjálfskiptingunni eða óeðlilegt slit. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm og taldi að seljandinn hefði ekki leitt í ljós neitt það sem leysti hann undan ábyrgð eftir yfirlýsingu þeirri sem hann gaf í afsalinu. Samhljóða ákvæði er í 2. málsl. 3. mgr. 18. gr. nkpl. Þar kemur fram að seljandi beri einnig ábyrgð á galla þegar seljandi hefur með ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum hætti ábyrgst að hluturinn hafi tiltekna eiginleika eða að hlut megi nota með venjulegum eða sérstökum hætti tiltekinn tíma eftir afhendingu. I 3. málsl. 3. mgr. 18. gr. nkpl. segir að ábyrgðaryfirlýsing sé bindandi fyrir yfirlýs- ingargjafann með þeim skilyrðum sem fram koma í ábyrgðaryfirlýsingunni og í auglýsingum tengdum henni. Sambærilegt ákvæði og 3. málsl. 3. mgr. 18. gr. er ekki í kpl., en ákvæðið er í samræmi við 1. mgr. 16. gr. Evróputilskipunar um neytendakaup. Samkvæmt 2. málsl. 2. mgr. 20. gr. fkpl. ber seljandi í fasteigna- kaupum ábyrgð á göllum sem koma í ljós eftir það tímamark sem miðað er við í 1. mgr. 20. gr. ef seljandi hefur með ábyrgðaryfirlýsingu eða öðrum hætti tekist á hendur ábyrgð á eiginleikum eða öðrum kostum fasteignar í tiltekinn tíma.74 6.3.4 Sex mánaða regla í neytendakaupum Þriðja tilvikið er að finna í 2. mgr. 18. gr. nkpl. Þar er regla sem ekki á sér hliðstæðu í kpl. en byggir á 3. mgr. 5. gr. Evróputilskipunar um neytendakaup. Segir í ákvæðinu að sannist annað ekki skuli galli sem upp kemur innan sex mánaða frá því tímamarki þegar áhættan af söluhlut fluttist yfir til neytanda talinn hafa verið til staðar á því tímamarki þegar áhættan af söluhlut fluttist yfir til neytanda. Þetta gildir þó ekki þegar telja verður að það geti ekki á nokkum hátt samrýmst eðli gallans eða vörunnar. 74 Um skýringu þessa ákvæðis fkpl. sjá Alþt. 2001-2002, A-deild, bls. 1465. 236
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.