Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 58
9.2 Er framkvæmd í samræmi við skipulag?
9.3 Er framkvæmd í samræmi við úrskurð um mat á umhverfisáhrifum?
9.4 Ákvæði annarra laga
9.5 Þegar heimilt er að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 27. gr. skipulags- og
byggingarlaga er jafnframt skylt að gera það
10. MÁ SVEITARSTJÓRN BINDA FRAMKVÆMDALEYFI SKILYRÐUM?
11. HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR UMSÖGN UMHVERFISSTOFNUNAR OG
NÁTTÚRUVERNDANEFNDAR FYRIR AFGREIÐSLU SVEITAR-
STJÓRNAR Á UMSÓKN UM FRAMKVÆMDALEYFI?
12. STJÓRNSÝSLUKÆRA
1. INNGANGUR
Á árinu 1997 voru sett ný skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997. Lögin
hafa að geyma mörg nýmæli. Eitt af þeim er að afla þarf framkvæmdaleyfis
áður en ráðist er í framkvæmdir sem ekki teljast byggingarleyfisskyldar en hafa
áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess, sbr. 27. gr. laganna.
Markmið þessarar tímaritsgreinar er að varpa ljósi á tilurð 27. gr. skipulags-
og byggingarlaga og fjalla síðan um efnisinntak ákvæðisins m.t.t. lögskýringar-
gagna, meginreglna stjórnsýsluréttar svo og þeirra úrskurða sem gengið hafa
hjá úrskurðarnefnd um skipulags- og byggingarmál.
2. SKIPULAGS- OG BYGGINGARLÖG NR. 73/1997
2.1 Framkvæmdaleyfi skv. upphaflegri gerð frumvarps þess er um-
hverfisráðherra lagði fram árið 1996 um skipulags- og byggingarmál
Árið 1996 lagði umhverfisráðherra fyrir Alþingi frumvarp til skipulags- og
byggingarlaga.11 frumvarpinu var gert ráð fyrir að byggingaryfirvöld gætu veitt
sérstakt leyfi er héti „framkvæmdaleyfi". í 2. gr. frumvarpsins var hugtakið
framkvæmdaleyfi skýrt svo: „Leyfi til framkvæmda í samræmi við byggingar-
leyfi að uppfylltum nánari skilyrðum“. Samkvæmt ákvæðum frumvarps um-
hverfisráðherra var á því byggt að með framkvæmdaleyfi væri leyfð fram-
kvæmd sem áður hefði verið gefið út byggingarleyfi fyrir. Frumvarpið byggði
á þeirri forsendu að byggingarleyfi veitti ekki leyfi til framkvæmda, jafnvel þótt
það hefði verið staðfest af sveitarstjóm, þar sem framkvæmdaleyfi þyrfti einnig
að koma til, sbr. 47. gr. frumvarpsins. Megintilgangur framkvæmdaleyfis var að
tryggja að fullnægjandi burðai'þols-, kerfis- og deiliuppdrættir hefðu verið
gerðir og að byggingarstjóri og iðnmeistari hefðu verið ráðnir til verksins og
þeir undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína á leyfðum framkvæmdum.2 I fram-
1 Alþt. 1996-1997, A-deild, bls. 809.
2 Alþt. 1995-1996, A-deild, bls. 2076.
242