Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 72

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 72
Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum er óheimilt að gefa út leyfi fyrir matsskyldri framkvæmd og starfsemi sem henni fylgir fyrr en úrskurður um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Af ákvæðinu leiðir að sveitarstjóm getur ekki afgreitt umsókn um framkvæmdaleyfi fyrr en úrskurður Skipulagsstofnunar liggur fyrir um mat á umhverfisáhrifum. I úr- skurði úrskurðamefndar skipulags- og byggingarmála frá 31. júlí 1998 í máli nr. 13/1998 var tekið fram að sveitarstjórn þyrfti á hinn bóginn ekki að bíða með afgreiðslu máls þar til kærufrestur til umhverfisráðuneytisins væri liðinn, enda frestaði það ekki réttaráhrifum stjórnvaldsákvörðunar að hún væri kæranleg eða hefði sætt kæru, sbr. 29. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Það fellur ekki undir sveitarstjórn að skera úr vafa um hvort framkvæmd sé háð mati á umhverfisáhrifum. Þær framkvæmdir sem oftast leikur vafi á hvort háðar séu mati á umhverfisáhrifum eru tilgreindar í 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 106/2000 skulu þessar framkvæmdir háðar mati á umhverfisáhrifum þegar þær geta haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar. Framkvæmdaraðila ber að tilkynna Skipulagsstofnun ef fyrir- hugað er að ráðast í framkvæmdir sem taldar eru upp í 2. viðauka laga nr. 106/2000, sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna. Áður en Skipulagsstofnun ræður máli til lykta skal stofnunin leita álits leyfishafa, í þessu tilviki sveitarstjómar, fram- kvæmdaraðila og til annarra eftir eðli máls hverju sinni. Skipulagsstofnun skal tilkynna innan fjögurra vikna hvort framkvæmdin er háð mati samkvæmt lög- unum. Stofnunin skal gera framkvæmdaraðila grein fyrir niðurstöðu sinni og kynna hana almenningi. Ef framkvæmdaraðili hefur ekki tilkynnt Skipulagsstofnun um fyrirhugaða framkvæmd þegar hann sækir um framkvæmdaleyfi til sveitarstjómar, og framkvæmdin fellur undir 2. viðauka laga nr. 106/2000, verður að telja eðli- legast að sveitarstjóm leiðbeini framkvæmdaraðila á grundvelli 7. gr. stjórn- sýslulaga um að bera málið undir Skipulagsstofnun skv. 6. gr. laga nr. 106/2000 og tilkynni aðila að afgreiðslu málsins verði frestað þar lil niðurstaða Skipu- lagsstofnunar liggur fyrir, enda er óheimilt að gefa út leyfi fyrir framkvæmd skv. 6. gr. nema fyrir liggi úrskurður um mat á umhverfisáhrifum eða ákvörðun um að framkvæmd sé ekki matsskyld, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 106/2000. Þráist framkvæmdaraðili við að bera málið undir Skipulagsstofnun virðist sveitarstjórnin sjálf geta haft frumkvæði að því að bera málið undir Skipu- lagsstofnun á gmndvelli 3. mgr. 6. gr. laganna, þar sem hver sem vill getur borið slíkt mál undir stofnunina. Ákvörðun Skipulagsstofnunar um það hvort fram- kvæmd er háð mati á umhverfisáhrifum er kæranleg til umhverfisráðherra, sbr. 4. mgr. 6. gr. laga nr. 106/2000. Kærufrestur er fjórar vikur frá því niðurstaða stofnunarinnar var kynnt hlutaðeigandi eða almenningi. Þráist umsækjandi við að láta fara fram mat á umhverfisáhrifum, þar sem það er skylt, getur sveitar- stjóm einnig vísað máli um umsókn um framkvæmdaleyfi frá, enda hafi máls- aðila verið nægilega leiðbeint áður, sbr. 7. gr. stjómsýslulaga. 256
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.