Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 82

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 82
1. INNGANGUR Sumarið 2003 var lokið lögfræðiúttekt á því lagaumhverfi sem nær til rafrœns eftirlits atvinnurekanda með starfsmönnum sínum, en nánar tiltekið var um að ræða skoðun á eftirfarandi aðferðum við eftirlitið: 1. Afkastamælingum og eftir atvikum gerð frammistöðumats í framhaldi af þeim 2. Eftirliti með tölvupósti starfsmanna 3. Eftirliti með intemetnotkun starfsmanna 4. Hlustun á símtöl starfsmanna 5. Skráningu símnúmera sem starfsmaður hringir í 6. Notkun eftirlitsmyndavéla Framangreind lögfræðiúttekt er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem ber yfirskriftina Ahrif upplýsingatœkni á vinnuumhverfi og persónuvernd en um er að ræða samstarfsverkefni Vinnueftirlits ríkisins, Verslunarmannafélags Reykja- víkur, Landlæknisembættisins, Persónuvemdar og Rafiðnaðarsambands Islands. Grein þessi er að mestu byggð á áðumefndri lögfræðiúttekt en hefur þó að nokkru verið löguð að nýrri réttarframkvæmd.1 2. ALMENNT UM VIÐFANGSEFNIÐ Við umfjöllun um rafrænt eftirlit á vinnustöðum fléttast reglur vinnuréttar saman við reglur er lúta að friðhelgi einkalífs. Þannig er annars vegar um að ræða reglur er varða rétt einstaklings til þess að hafa upplýsingar um einkahagi sína „í friði“ og má þar nefna 71. gr. stjórnarskrár íslenska lýðveldisins, 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi einkalífs, lög nr. 77/2000 um per- sónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (hér eftir skammst. pvl., einnig nefnd persónuvemdarlög) og ákvæði XXV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hins vegar er um að ræða reglur vinnuréttar sem auk þess að kveða á um að atvinnurekanda beri að sýna starfsmanni sínum tilhlýðilega virðingu og sann- gimi, viðurkenna rétt hans til þess að hafa visst eftirlit með starfsmönnum sín- um. Þar er þó gerður greinarmunur á því hvort atvinnurekandi hefur eftirlit með starfsmönnum sínum í þeim tilgangi að tryggja öryggi og festu á vinnustaðnum eða hvort tilgangurinn er sá að auka afköst starfsmanna. Hvað hinu síðamefnda viðkemur hefur verið litið svo á að atvinnurekandi liafi mun takmarkaðri heim- ildir til þess að ákveða slíkt eftirlit einhliða.2 Lög nr. 77/2000 með áorðnum breytingum eru með ýtarlegri réttarheimild- um hvað snertir það efni sem hér er til skoðunar. 17. gr. laganna er kveðið mjög 1 Úttektina er í heild sinni að finna á heimasíðu Vinnueftirlits ríkisins, www.ver.is. Elsa Þorkels- dóttir lögfræðingur kom að samningu lögfræðilegu úttektarinnar og eru henni færðar bestu þakkir fyrir það. 2 Ruth Nielsen: Persondata og arbejdsgiverens ledelsesret. Julebog. 2000, bls. 286. 266
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.