Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Side 83
skýrt á um að málefnalegar ástæður verði að vera fyrir vinnslu persónu-
upplýsinga og segja má að krafan um málefnalegan tilgang sé rrkjandi í allri
umfjöllun um rafrænt eftirlit atvinnurekanda með starfsmönnum sínum. Sé
háttsemi ekki talin málefnaleg á sviði vinnuréttar myndi hún ekki teljast það
heldur á sviði persónuvemdar. Hins vegar er ekki víst að háttsemi sem teldist
málefnaleg á sviði vinnuréttar yrði einnig talin það á sviði persónuvemdarréttar.
Telja má lfklegt að mat á grundvelli laga nr. 77/2000 á því hvort háttsemi sé
málefnaleg eða ekki geti verið strangara heldur en slíkt mat innan vinnuréttar-
ins.3
3. LÖG NR. 77/2000 UM PERSÓNUVERND OG MEÐFERÐ
PERSÓNUUPPLÝSINGA MEÐ ÁORÐNUM BREYTINGUM
Persónuvemdarlögin gilda um sérhverja rafræna vinnslu persónuupplýsinga
og einnig um handvirka vinnslu persónuupplýsinga sem eiga að verða hluti af
skrá. Lögin innleiða í íslenskan rétt tilskipun Evrópusambandsins 95/46/EB um
vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa
miðlun þeirra.
3.1 Skilgreiningar
I 2. gr. laganna eru hugtök og orð skýrð. Þar kemur fram að persónuupp-
lýsingar séu sérhverjar persónugreinanlegar upplýsingar, þ.e. upplýsingar sem
beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings.
Hugtakið vinnsla er skýrt sem sérhver aðgerð eða röð aðgerða þar sem unnið
er með persónuupplýsingar, hvort sem vinnslan er rafræn eða handvirk. I
greinargerð kemur fram að hugtakið sé vítt og taki til hvers konar meðferðar á
persónuupplýsingum, óháð þeirri aðferð sem notuð er og óháð því hvort gagna-
grunnur sé miðlægur eða dreifður. Með vinnslu er t.d. átt við söfnun og skrán-
ingu og undir það fellur m.a. flokkun, varðveisla, breyting, leit, miðlun, sam-
tenging eða hver sú aðferð sem nota má til að gera upplýsingar tiltækar. Sama
á við um lokun og eyðingu upplýsinga.4
Hugtakið rafræn vöktun er skilgreint sem vöktun sem sé viðvarandi eða
endurtekin reglulega og feli í sér eftirlit með einstaklingum með fjarstýrðum
eða sjálfvirkum búnaði og fari fram á almannafæri eða á svæði sem takmark-
aður hópur fólks fer um að jafnaði. Hugtakið tekur til: a. vöktunar sem leiðir, á
að leiða eða getur leitt til vinnslu persónuupplýsinga, og b. sjónvarpsvöktunar
sem fer fram með notkun sjónvarpsmyndavéla, vefmyndavéla eða annars sam-
svarandi búnaðar, án þess að fram fari söfnun myndefnis eða aðrar aðgerðir sem
jafngilda vinnslu persónuupplýsinga.
3 Peter Blume og Jens Kristiansen: Databeskyttelse pá arbejdsmarkedet. Kaupmannahöfn 2002,
bls. 42.
4 http://www.althingi.is/altext/125/s/0399.html - Alþt. A-deild 1999-2000, þskj. 399, bls. 2714.
267