Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 84

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 84
Hugtakið viðkvœmar persónuupplýsingar er skilgreint sem: a. upplýsingar um uppruna, litarhátt, kynþátt, stjómmálaskoðanir, svo og trúar- eða aðrar lífsskoðanir, b. upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, kærður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, c. upplýsingar um heilsuhagi, þar á meðal um erfðaeiginleika, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, d. upplýs- ingar um kynlíf manna og kynhegðan og e. upplýsingar um stéttarfélagsaðild. Hugtakið ábyrgðaraðili er skýrt svo að það sé sá aðili er ákveður tilgang vinnslu persónuupplýsinga, þann búnað sem notaður er, aðferð við vinnsluna og aðra ráðstöfun upplýsinganna. 3.2 Rafræn vöktun í 4. gr. laganna er fjallað um rafræna vöktun. Þar segir í 1. mgr. að rafræn vöktun sé ávallt háð því skilyrði að hún fari fram í málefnalegum tilgangi. Rafræn vöktun svæðis þar sem takmarkaður hópur fólks fari um að jafnaði sé jafnframt háð því skilyrði að hennar sé sérstök þörf vegna eðlis þeirrar starfsemi sem þar fer fram. I 2. mgr. kemur fram að vinnsla persónuupplýsinga sem á sér stað í tengslum við rafræna vöktun skuli uppfylla ákvæði laganna og í 3. mgr. segir að um sjónvarpsvöktun fari, auk ákvæðis 1. mgr., samkvæmt ákvæðum 7., 24., 40., 41. gr. laganna svo og eftir því sem við á 31., 32. og 38. gr. í greinargerð með frumvarpi til breytinga á lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sem varð að lögum nr. 46/2003, segir að ætlunin sé að skýra betur að undir hugtakið „rafræn vöktun“ falli bæði svonefnd sjón- varpsvöktun, þótt hún hvorki leiði né geti leitt til vinnslu persónuupplýsinga, t.d. ef maður setur upp vefmyndavél og birtir það sem ber fyrir linsu vélarinnar beint á vefsíðu án þess að safna myndefninu, auk þess sem undir hugtakið fellur vöktun sem getur leitt til vinnslu t.d. þegar myndefni er safnað með aðferðum sem gera kleift að finna upplýsingar um tiltekna einstaklinga með skjótvirkum hætti.5 Þegar eingöngu er um sjónvarpsvöktun að ræða þarf skilyrðum persónu- verndarlaganna þar að lútandi að vera fullnægt þótt lögin gildi ekki í heild um slíka vöktun. Samkvæmt framansögðu er því ljóst, þegar um er að ræða að vöktun þar sem mynd- eða hljóðefni birtist eingöngu á skjá en er ekki varðveitt, að hún telst ekki til rafrænnar vinnslu. I greinargerð með frumvarpi til laga um breytingu á pvl., sem varð að lögum nr. 81/2002, kemur fram að miðað hafi verið við að það teljist rafræn vinnsla ef hægt er að finna í safni gagna, án mikillar fyrirhafnar, upplýsingar um tiltekinn einstakling. Ef slíkt eigi við um efni sem safnað hefur verið teljist upptakan rafræn vinnsla.6 Ef slíkt á ekki við um efni sem safnað hefur verið er eftir sem áður um vinnslu að ræða, en hún er ekki rafræn. Upptökur úr stafrænum upptöku- og eftirlitsmyndavélum teljast til rafrænnar vinnslu. 5 http://www.althingi.is/altext/128/s/0804.html - Alþt. A-deild 2002-2003, þskj. 804, bls. 3222. 6 http://www.althingi.is/altext/127/s/1052.html - Alþt. A-deild 2001-2002, þskj. 1052, bls. 4526. 268
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.