Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 84
Hugtakið viðkvœmar persónuupplýsingar er skilgreint sem: a. upplýsingar
um uppruna, litarhátt, kynþátt, stjómmálaskoðanir, svo og trúar- eða aðrar
lífsskoðanir, b. upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, kærður,
ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, c. upplýsingar um heilsuhagi,
þar á meðal um erfðaeiginleika, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun, d. upplýs-
ingar um kynlíf manna og kynhegðan og e. upplýsingar um stéttarfélagsaðild.
Hugtakið ábyrgðaraðili er skýrt svo að það sé sá aðili er ákveður tilgang
vinnslu persónuupplýsinga, þann búnað sem notaður er, aðferð við vinnsluna og
aðra ráðstöfun upplýsinganna.
3.2 Rafræn vöktun
í 4. gr. laganna er fjallað um rafræna vöktun. Þar segir í 1. mgr. að rafræn
vöktun sé ávallt háð því skilyrði að hún fari fram í málefnalegum tilgangi.
Rafræn vöktun svæðis þar sem takmarkaður hópur fólks fari um að jafnaði sé
jafnframt háð því skilyrði að hennar sé sérstök þörf vegna eðlis þeirrar
starfsemi sem þar fer fram. I 2. mgr. kemur fram að vinnsla persónuupplýsinga
sem á sér stað í tengslum við rafræna vöktun skuli uppfylla ákvæði laganna og
í 3. mgr. segir að um sjónvarpsvöktun fari, auk ákvæðis 1. mgr., samkvæmt
ákvæðum 7., 24., 40., 41. gr. laganna svo og eftir því sem við á 31., 32. og 38.
gr. í greinargerð með frumvarpi til breytinga á lögum um persónuvernd og
meðferð persónuupplýsinga, sem varð að lögum nr. 46/2003, segir að ætlunin
sé að skýra betur að undir hugtakið „rafræn vöktun“ falli bæði svonefnd sjón-
varpsvöktun, þótt hún hvorki leiði né geti leitt til vinnslu persónuupplýsinga,
t.d. ef maður setur upp vefmyndavél og birtir það sem ber fyrir linsu vélarinnar
beint á vefsíðu án þess að safna myndefninu, auk þess sem undir hugtakið fellur
vöktun sem getur leitt til vinnslu t.d. þegar myndefni er safnað með aðferðum
sem gera kleift að finna upplýsingar um tiltekna einstaklinga með skjótvirkum
hætti.5 Þegar eingöngu er um sjónvarpsvöktun að ræða þarf skilyrðum persónu-
verndarlaganna þar að lútandi að vera fullnægt þótt lögin gildi ekki í heild um
slíka vöktun. Samkvæmt framansögðu er því ljóst, þegar um er að ræða að
vöktun þar sem mynd- eða hljóðefni birtist eingöngu á skjá en er ekki varðveitt,
að hún telst ekki til rafrænnar vinnslu. I greinargerð með frumvarpi til laga um
breytingu á pvl., sem varð að lögum nr. 81/2002, kemur fram að miðað hafi
verið við að það teljist rafræn vinnsla ef hægt er að finna í safni gagna, án
mikillar fyrirhafnar, upplýsingar um tiltekinn einstakling. Ef slíkt eigi við um
efni sem safnað hefur verið teljist upptakan rafræn vinnsla.6 Ef slíkt á ekki við
um efni sem safnað hefur verið er eftir sem áður um vinnslu að ræða, en hún er
ekki rafræn. Upptökur úr stafrænum upptöku- og eftirlitsmyndavélum teljast til
rafrænnar vinnslu.
5 http://www.althingi.is/altext/128/s/0804.html - Alþt. A-deild 2002-2003, þskj. 804, bls. 3222.
6 http://www.althingi.is/altext/127/s/1052.html - Alþt. A-deild 2001-2002, þskj. 1052, bls. 4526.
268