Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 85
3.3 Vinnsluheimildir
I 7. gr. persónuverndarlaganna kemur m.a. fram að við meðferð persónu-
upplýsinga skuli þess gætt að upplýsingarnar séu unnar með sanngjörnum,
málefnalegum og lögmætum hætti og að persónuupplýsingar séu fengnar í
yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi og ekki unnar frekar í öðrum
ósamrýmanlegum tilgangi. í greinargerð segir að við mat á þessu verði m.a. að
skoða hvort markmiðið sé í samræmi við eðli þeirrar starfsemi sem ábyrgðar-
aðili hefur með höndum. Þannig megi ekki vinna með persónuupplýsingar í
tilgangi sem er ósamrýmanlegur þeim tilgangi sem var með söfnun þeirra.7 Þá
segir einnig í greininni að persónuupplýsingar skuli ekki vera umfram það sem
nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar og að persónuupplýsingar eigi að
varðveita í því formi að ekki sé unnt að bera kennsl á skráða aðila lengur en þörf
krefur miðað við tilgang vinnslu.
í 8. gr. laganna er fjallað um heimildir til vinnslu almennra persónuupp-
lýsinga, en í 9. grein laganna er kveðið á um heimildir til vinnslu viðkvæmra
persónuupplýsinga.
1. mgr. 8. gr. hljóðar svo:
Vinnsla persónuupplýsinga er því aðeins heimil að einhverjir eftirfarandi þátta séu fyrir
hendi:
1. hinn skráði hafi ótvírætt samþykkt vinnsluna eða veitt samþykki skv. 7. tölul. 2. gr.,
2. vinnslan sé nauðsynleg til að efna samning sem hinn skráði er aðili að éða til að gera
ráðstafanir að beiðni hins skráða áður en samningur er gerður,
3. vinnslan sé nauðsynleg til að fullnægja lagaskyldu sem hvílir á ábyrgðaraðila,
4. vinnslan sé nauðsynleg til að vemda brýna hagsmuni hins skráða,
5. vinnslan sé nauðsynleg vegna verks sem unnið er í þágu almannahagsmuna,
6. vinnslan sé nauðsynleg við beitingu opinbers valds sem ábyrgðaraðili, eða þriðji
maður sem upplýsingum er miðlað til, fer með,
7. vinnslan sé nauðsynleg til að ábyrgðaraðili, eða þriðji maður eða aðilar sem upplýs-
ingum er miðlað til, geti gætt lögmætra hagsmuna nema grundvallarréttindi og frelsi
hins skráða sem vemda ber samkvæmt lögum vegi þyngra.
1. mgr. 9. gr. hljóðar svo:
Vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga er óheimil nema uppfyllt sé eitthvert af skilyrðum
1. mgr. 8. gr. og enn fremur eitthvert af eftirfarandi skilyrðum:
1. hinn skráði samþykki vinnsluna,
2. sérstök heimild standi til vinnslunnar samkvæmt öðmm lögum,
3. ábyrgðaraðila beri skylda til vinnslunnar samkvæmt samningi aðila vinnumarkaðar-
ins,
4. vinnslan sé nauðsynleg til að verja verulega hagsmuni hins skráða eða annars aðila
sem ekki er sjálfur fær um að gefa samþykki sitt skv. 1. tölul.,
269