Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 88

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 88
Eins og fram kom hér að framan þarf samkvæmt lögum nr. 77/2000 að fullnægja einhverju af nánar tilgreindum skilyrðum laganna til þess að heimilt sé að vinna með persónuupplýsingar um tiltekinn einstakling. Eitt af þeim skilyrðum sem geta heimilað slíka vinnslu er að viðkomandi aðili samþykki það. í þessu sambandi verður að benda á að samþykki starfsmanns fyrir með- höndlun atvinnurekanda á persónuupplýsingum um hann verður að vera gefið af fúsum og frjálsum vilja og án þess að viðkomandi starfsmanni finnist hann til þess neyddur. í vinnurétti er yfirleitt gert ráð fyrir því að launamaður standi verr að vígi en atvinnurekandi, enda gildir að samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir. Má í þessu sambandi líta til 1. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Samþykki starfsmanns hefur því takmarkað vægi að vinnurétti. Þrátt fyrir að lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga heimili vinnslu persónuupplýsinga með samþykki starfs- manns hlýtur að þurfa að velta ofangreindum aðstöðumun vel fyrir sér. Má í því sambandi einnig benda á að í skýrslu vinnuhóps 29. gr. tilskipunar 95/46/EB, frá 2001, um vinnslu persónuupplýsinga í ráðningarsambandi, kemur fram að skýrsluhöfundar telja að undir þeim kringumstæðum að ljóst sé, eða að líkur séu á því að starfsmaður missi starf sitt eða fái ekki starf samþykki hann ekki vinnslu persónuupplýsinga um sig, sé ekki um eiginlegt samþykki að ræða sem gefið sé af fúsum og frjálsum vilja. A þess háttar samþykki eingöngu geti atvinnurekandi ekki byggt heimild sína til vinnslu persónuupplýsinga um starfsmenn.11 4. EFTIRLITSMYNDAVÉLAR Eftirlitsmyndavélar á vinnustöðum gera atvinnurekanda kleift að fylgjast með umgangi um vinnustaðinn hvort sem um er að ræða starfsmenn að störfum eða utanaðkomandi aðila. Notkun eftirlitsmyndavéla telst til rafrænnar vökt- unar í skilningi persónuverndarlaganna. I 4. gr., 2. mgr. 9. gr. og 24. gr. pvl. eru sérákvæði um rafræna vöktun og vinnslu persónuupplýsinga sem til verða við slíka vöktun. í 4. gr. er skilgreint hvenær rafræn vöktun telst heimil en þar segir að rafræn vöktun skuli ávallt fara fram í málefnalegum tilgangi auk þess sem rafræn vöktun svæðis þar sem takmarkaður hópur fólks fer um að jafnaði sé jafnframt háð því skilyrði að hennar sé sérstök þörf vegna eðlis þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Ákvæðið leggur þá skyldu á herðar ábyrgðaraðila slíkrar vöktunar að meta nauðsyn hennar gagnvart einkalífsrétti þeirra sem fara að jafnaði um staðinn. í ákvæðinu felst að rafræn vöktun á vinnustað verður að vera nauðsyn- leg til að verja lögmæta hagsmuni atvinnurekanda. í leyfi Persónuverndar frá 21. desember 2001 til handa Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf., og einnig í 11 Article 29 - data protection working party: Opinion 8/2001 on the processing of personal data in the employment context 5062/01/EN/Final WP 48, bls. 23. 272
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.