Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 89
úrskurði stjórnar Persónuvemdar frá 7. október 2003 vegna Mjólkursamsölu
Reykjavíkur, var m.a. vísað til þess að skilyrðin um „sérstaka þörf‘ vegna
„eðlis“ þeirrar háttsemi sem fram fór væru uppfyllt, sjá nánari umfjöllun um
málin hér á eftir.
Áður hefur verið skýrður munurinn á rafrænni vöktun sem leiðir til, á að
leiða eða getur leitt til vinnslu, og á rafrænni vöktun sem telst sjónvarpsvöktun.
Öll vinnsla persónuupplýsinga þarf að fullnægja einhverju þeirra skilyrða sem
kveðið er á um í 1. mgr. 8. gr. pvl., en þar er kveðið á um almennar reglur fyrir
vinnslu persónuupplýsinga, og einnig eftir atvikum ákvæði 1. eða 2. mgr. 9. gr.
sé um viðkvæmar persónuupplýsingar að ræða. Hvað varðar notkun eftirlits-
myndavéla á vinnustöðum má segja að einkum komi til álita heimildin í 7. tl. 8.
gr. sem kveður á um að vinnsla persónuupplýsinga geti verið heimil sé hún
nauðsynleg til þess að ábyrgðaraðili, þ.e. atvinnurekandi, geti gætt lögmætra
hagsmuna sinna nema grundvallarréttindi og frelsi hins skráða, þ.e. starfs-
manns, vegi þyngra lögum samkvæmt. Það er ábyrgðaraðila, hér atvinnurek-
anda, að tryggja að sú rafræna vöktun og vinnsla persónuupplýsinga sem fram
fer á vinnustað hans sé lögmæt.
Algengast er að notkun eftirlitsmyndavéla eigi sér þann tilgang að tryggja
öryggi þeirra sem um staðinn fara og að vernda eigur, t.d. með því að koma í
veg fyrir þjófnað eða skemmdir á eignum. Upplýsingar um hvort maður hafi
verið grunaður, kærður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað teljast
til viðkvæmra persónuupplýsinga, sbr. b-lið 8. tl. 2. gr. persónuverndarlaganna.
Telja verður því að almennt verði við vinnslu þess mynd- og hljóðefnis sem til
verður við notkun eftirlitsmyndavéla, miðað við að um vinnslu viðkvæmra
persónuupplýsinga sé að ræða. Persónuverndarlögunum var breytt vorið 2002
með lögum nr. 81/2002. Var tilgangur þeirra breytinga m.a. að skýra frekar
hvernig fara skuli með hljóð- og myndefni sem til verður við rafræna vöktun en
fram að því hafði heimild til vinnslu slíkra persónuupplýsinga byggst á
almennum ákvæðum laganna um vinnslu.
Samkvæmt 2. mgr. 9. gr. persónuverndarlaganna, eins og henni var breytt
með ofangreindum lögum, er heimilt í tengslum við framkvæmd rafrænnar
vöktunar að safna efni sem verður til við vöktunina, svo sem hljóð- og
myndefni, með viðkvœmum persónuupplýsingum sé vöktunin nauðsynleg og
fari fram í öryggis- og eignavörsluskyni. Þröngar vinnsluheimildir eru í
ákvæðinu, en þar er sérstaklega kveðið á um það í 2. tl.:
að það efni sem til verður við vöktunina verði ekki afhent öðrum eða unnið frekar
nema með samþykki þess sem upptaka er af eða samkvæmt ákvörðun Persónu-
verndar; heimilt er þó að afhenda lögreglu efni með upplýsingum um slys eða refsi-
verðan verknað en þá skal þess gætt að eyða öllum öðram eintökum af efninu.
273