Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 90

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 90
Notkun eftirlitsmyndavéla er því heimil með vísan til öryggis- og eigna- vörslusjónarmiða. Atvinnurekanda ber að meta og vega hve brýna nauðsyn beri til vöktunar vegna öryggis- og eignavörslusjónarmiða saman við hagsmuni starfsmanna sinna af því að njóta réttar til einkalífs. Hér skiptir að sjálfsögðu máli hve mikil og hvers eðlis sú einkalífsskerðing yrði. Þannig væri t.d. eðlilegt að skoða sérstaklega fjölda þeirra eftirlitsmyndavéla sem notaðar yrðu, hvort þær séu hafðar í gangi stöðugt eða einungis á ákveðnum tímum og að hverju eða hverjum þær beinast. Framangreind sjónarmið styðjast m.a. við ummæli í greinargerð með 1. gr. laga nr. 81/2002 sem varð að 2. mgr. 9. gr. pvl. Segir þar að almennt beri að túlka heimildir til vöktunar á vinnustað þröngt og gæta þess að virða einka- lífsrétt starfsmanna, m.a. rétt þeirra að halda út af fyrir sig félagslegum og persónulegum samböndum á vinnustað. Þar kemur fram að fyrirtæki kunni að hafa sérstaka þörf fyrir að vakta svæði þar sem takmarkaður fjöldi fólks fer urn að jafnaði, t.d. á vinnustað. Skilyrði um sérstaka nauðsyn geti t.d. verið uppfyllt ef vöktun er nauðsynleg til að tryggja öryggi starfsmanna eða hindra að hættuástand skapist. Þá geti skipulags- eða framleiðslusjónarmið krafist slíkrar vöktunar.12 Skilja verður framangreint svo að sérstakir og brýnir hagsmunir verði að vera til staðar til að heimilt verði talið að eftirlitsmyndavélar beinist stöðugt að starfsmönnum í starfi. Öðru máli gegni hins vegar um afgreiðslusali, anddyri og önnur slík svæði á vinnustaðnum. Styðst þetta m.a. við leyfi Persónuverndar til handa Agli Skallagrímssyni hf. útgefið 21. desember 2001, sem þegar hefur vísað til og rakið verður hér á eftir, og við úrskurð stjómar Persónuvemdar frá 7. október 2003 í máli Mjólkursamsölu Reykjavíkur. Einnig má í þessu sambandi benda á álit fræðimanna í skýrslu sem kom út á vegum Evrópusambandsins og fjallaði um rafrænt eftirlit á vinnustöðum. Þar kemur fram sú skoðun að viðvarandi eftirlit með staifsmönnum: „... may always become degrading and contrary to the respect of privacy and human dignity ,..“.13 Krafan urn málefnalegan tilgang er mjög mikilvæg í allri umfjöllun um notkun eftirlitsmyndavéla á vinnustöðum. Þau almennu skilyrði sem fram koma í 7. gr. laga nr. 77/2000 þurfa að vera uppfyllt hvort sem um er að ræða rafræna vöktun, sem einnig telst rafræn vinnsla, eða ekki. Þannig verða þær upplýsingar sem fást að vera unnar með sanngjömum, málefnalegum og lögmætum hætti. Þær verða að vera fengnar í yfirlýstum og skýrum málefnalegum tilgangi og ekki unnar frekar í öðrum og ósamrýmanlegum tilgangi. í þessu felst t.d. að sé tilgangur með notkun eftirlitsmyndavéla sá að tryggja öryggi og eignavörslu væri óheimilt að nota það efni sem þannig yrði til við mat á frammistöðu starfs- manna eða til vinnslu upplýsinga um það hvernig starfsmaður nýtir vinnutíma 12 http://www.althingi.is/altext/127/s/1052.html - Alþt. A-deild, þskj. 2001-2002, bls. 4527. 13 Isl. þýðing: verði líklega alltaf lítilsvirðandi og andstætt meginreglum um friðhelgi einkalífs og um mannlega reisn. Protection of workers' personal data in the European union: the case of surveillance and monitoring. Final report (contract reference no. vc/2001/0159), bls. 37. 274
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.