Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 92

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Blaðsíða 92
Persónuvernd veitti árið 2001 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) heimild til söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga úr eftirlitsmyndavélum með vísan til 3. mgr. 9. gr. (þágild. 2. mgr. 9. gr.). Ekki var þó að öllu leyti fallist á óskir ÁTVR. ÁTVR óskaði eftir því að fá heimild til vinnslu upplýsinga sem til yrðu í fyrir- huguðu öryggismyndavélakerfi í verslunum ÁTVR. Þannig var ætlunin annars vegar að nota myndir úr myndavélakerfinu í tengslum við opinbera málsmeðferð til að sanna þjófnað og hins vegar til þess að framkalla myndir af gerendum og sýna þær starfsfólki verslananna í varúðarskyni. Hvað hið fyrrnefnda atriði varðaði taldi Persónuvernd slíkt heimilt með tilvísan til 2. tl. 1. mgr. 9. gr. pvl. Varðandi hið síðar- nefnda atriði, þ.e. að koma upp safni þekkjanlegra mynda af grunuðum mönnum í þeim tilgangi að sýna þær starfsfólki, tók Persónuvernd fram að þar tækjust á annars vegar sjónarmiðið um friðhelgi einkalífs og hins vegar skylda ÁTVR að beita öllum tiltækum ráðurn til þess að vernda starfsfólk sitt og að tryggja lögmæta meðhöndlun áfengis sem fyrirtækið hefur einkarétt til sölu á. Með vísan til 3. tl. 1. mgr. 7. gr. þar sem fram kemur að vinnsla persónuupplýsinga skuli ekki vera umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar komst Persónuvemd að þeirri niður- stöðu að starfsmenn hlytu að njóta sams konar verndar gagnvart utanaðkomandi aðilum ef ÁTVR kæmi upp öryggiskerfi og réði til sín sérstaka öryggisverði. Var því ekki heimilað að dreifa myndum af grunuðum mönnum til starfsfólks ÁTVR. í úrskurði stjórnar Persónuverndar frá 8. ágúst 2003 í máli Búnaðarbanka íslands var talið heimilt að setja upp eftirlitsmyndavélar sem staðsettar voru inni á einkaskrifstofum tiltekinna starfsmanna. Var um vinnsluheimildir vísað í úrskurðinum til 3. tl. 1. mgr. 8. gr. og 7. tl. 1. mgr. 9. gr. pvl. Þá var talið að fræðsluskyldu hefði verið nægjanlega sinnt. í máli þessu hafði eftirlitsmyndavélum verið komið fyrir inni á lokuðum skrifstofum einstakra starfsmanna bankans eftir að formlegum vinnudegi lauk. Um var að ræða skrifstofur framkvæmdastjóra og bankastjóra bankans en þessum aðilum hafði verið gert kunnugt um vöktunina. Myndir náðust þannig af vaktmanni í bankanum sem leiddu til þess að grunur féll á hann um refsivert brot og var honum sagt upp störfum í kjölfarið. Taldi vaktmaðurinn ekki hafa verið rétt staðið að vöktuninni þar sem hann hefði ekki verið látinn vita af öryggismyndavélunum en skrifstofumar hefðu einnig verið hans starfsvettvangur sem vaktmanns. Tekið var fram í úrskurðinum að ákvæði 24. gr. pvl. hefðu verið uppfyllt þar sem greinilegar merkingar um mynda- vélavöktun voru uppi við alla innganga vinnustaðarins en auk þess var talið að undanþága frá fræðsluskyldu í 2. mgr. 20. gr. ætti við þar sem sýnt þótti í málinu að vaktmaðurinn hefði í raun vitað af staðsetningu myndavélanna inni á umræddum skrifstofum þrátt fyrir að hann hefði ekki verið formlega upplýstur um þær. Vinnslu- heimildir voru taldar styðjast við 3. tl. 1. mgr. 8. gr. þar sem fram kemur að vinnsla sé nauðsynleg til þess að fullnægja lagaskyldu sem hvílir á ábyrgðaraðila, og 7. tl. 1. mgr. 9. gr. þar sem fram kemur að vinnsla persónuupplýsinga sé heimil sé hún nauðsynleg til að krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja, en Persónuvemd taldi að örðugt hefði verið að sanna 276
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.