Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 96

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Page 96
anda af umræddum bréfasamskiptum en benti þó ekki á nema 5 bréf sem hann taldi innihalda brot á trúnaði. Dómurinn taldi þau 5 bréf ekki þess eðlis að þær upplýs- ingar sem þar var að finna væru til þess fallnar að skaða fyrirtæki stefnda. Dómurinn féllst því ekki á að slíta hefði mátt ráðningarsamningi aðila vegna þessara tölvusam- skipta. I dóminum er sérstaklega tekið fram að allar hinar tölvuútskriftirnar hafi snúist um persónuleg málefni bréfritara og beri að átelja slíka framlagningu. I þessu sambandi má einnig nefna að í norskum dómi frá 3. júní 2002 var framlagning á einkatölvupósti starfsmanns talin óheimil.22 Eins og kom fram í umfjölluninni hér á undan er eðlilegt að gera greinarmun á tölvupósti sem varðar einungis persónuleg málefni starfsmanns og vinnu- tengdum tölvupóstsamskiptum. Atvinnurekanda er undir vissum kringumstæð- um heimilt að lesa í gegnum vinnutengdan tölvupóst sem starfsmaður sendir. Hér ber þó að athuga eins og áður segir að til þess að tölvupóstur teljist einka- tölvupóstur, og sé því ekki heimilt að lesa, þarf hann að vera þess eðlis að lík- legt sé að um einkatölvupóst sé að ræða, eða það verður að koma í ljós um leið og hann er opnaður. Sú framlagning sem um ræddi í íslenska dóminum hér að framan, hátt á annað hundrað tölvuútskriftir sem vörðuðu einungis persónuleg málefni, var brot á friðhelgi einkalífs stefnanda. Hvað hin 5 tölvuskeytin varðar verður að athuga að ekki er víst að atvinnurekandi geri sér alltaf grein fyrir því þá þegar hvort um málefni er að ræða sem gæti verið fyrirtækinu til tjóns, eink- um ef minnst er á hluti í skeytinu sem hugsanlega gætu tengst starfsemi fyrir- tækisins. Því gæti það gerst að tölvuskeyti sem ekki eru augljóslega persónu- legs eðlis séu lesin af atvinnurekanda í hita leiks þótt í ljós komi síðar að þau vörðuðu einungis starfsmanninn persónulega. Til að koma í veg fyrir þetta má gera þá kröfu til starfsmanns að hann auðkenni þann tölvupóst sérstaklega sem hann ákvarðar sem einkatölvupóst þannig að atvinnurekandi geti varað sig á því. Þessi krafa hlýtur að minnsta kosti að teljast eðlileg þar sem starfsmanni er kunnugt um að sú stefna sé viðhöfð innan fyrirtækisins að fylgst sé með tölvu- pósti starfsmanna. í áliti Persónuverndar frá 16. janúar 2003, vegna sömu atvika og í fyrrgreindum héraðsdómi frá 5. júní 2002, segir að það sé mat Persónu- vemdar að með því að atvinnurekandi hélt áfram að skoða umrædd tölvusam- skipti þrátt fyrir að honum hlaut að hafa verið mjög snemma ljóst að um einka- málefni var að ræða, hafi hann brotið gegn meginreglum 7. gr. pvl. Eins og áður hefur komið fram þá hvflir fræðsluskylda á ábyrgðaraðila þegar persónuupplýsinga er aflað hjá hinum skráða. í Danmörku hefur sambærilegt ákvæði í dönsku persónuvemdarlögunum verið túlkað þannig að skylt sé að tilkynna starfsmanni um bæfli afritun og skoðun á tölvupósti. í áliti Datatilsynets frá 30. október 2001 kom fram að ekki væri nægjanlegt að tilkynna um eftirlit með tölvupósti um leið, heldur þurfi að gera það áflur en fyrirhugað eftirlit hefst.23 22 Asker og Bærum tingsrett 3. júní 2002 (02-663 A/01). 23 Peter Blurne og Jens Kristianscn: Databeskyttelse pá arbejdsmarkedet. Kaupmannahöfn 2002, bls. 115. 280
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.