Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 98

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Síða 98
að skoða heildstætt inn á hvaða heimasíður ótiltekinn fjöldi starfsmanna fer eða hvort heimasíðuheimsóknir ákveðins starfsmanns eru skoðaðar sérstaklega. I ákvörðun Registertilsynets (sem var forveri Datatilsynets) frá 29. mars 1999 var skólayfirvöldum talið heimilt að fylgjast með intemetnotkun nemenda vegna gruns um brot á tilteknum reglum skólans, en reglumar bönnuðu söfnun á ólöglegu efni á borð við klám, efni tengdu kynþáttafordómum o.fl. Þannig er litið svo á í dönskum rétti að skoðun atvinnurekanda á heimasíðuheimsóknum einstakra starfsmanna geti verið leyfileg leiki grunur á því að starfsmaður fari ekki eftir þeim reglum um intemetnotkun sem gilda á vinnustaðnum. Þó verður að telja að um veruleg eða kerfisbundin brot starfsmanns þurfi að vera að ræða svo að eftiiiitið verði talið heimilt.26 6. SÍTENGING STARFSMANNA VIÐ TÖLVURITA Hér er átt við nákvæma rafræna tölvuskráningu þar sem starfsmenn eru sítengdir tölvurita sem færir inn hvert viðvik í störfum þeirra, jafnvel í afkastahvetjandi tilgangi. Þess háttar sítenging á sér t.d. oft stað í frystihúsum þar sem teljari telur hve mörgum fiskum viðkomandi starfsmaður afkastar á hverjum tíma. A öðrum vinnustöðum er t.d. fylgst með því hve starfsmaður slær oft á lyklaborð tölvu sinnar eða hve mörg símtöl hann afgreiðir á hverjum tíma. í áliti Persónuverndar frá 7. maí 2002, í máli nr. 2001/808, var talið að notkun ökusírita í bifreiðum Landssímans hf. hefði verið heimil með vísan til 7. og 8. gr. laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Málavextir voru þeir að Landssíminn hf. fór af stað með eins árs tilraunaverkefni um notkun ökusírita í bifreiðum fyrirtækisins. Þannig voru ökusíritar settir í tuttugu bifreiðar en aðrar tuttugu bifreiðar sömu tegundar voru hafðar án ökusírita. Upp- gefinn tilgangur tilraunaverkefnisins var sá að bera saman rekstrarkostnað bifreið- anna með og án ökusírita. Þá voru uppgefin markmið rannsóknarinnar einnig þau að fækka umferðaróhöppum og auka öryggi starfsmanna, lækka rekstrarkostnað bifreiða og bæta ímynd fyrirtækisins með betra aksturslagi í umferðinni. Fram kom í málinu að ökusíritinn væri með staðsetningarbúnað sem sýndi akstursleiðir en auk þess væri hann með búnað sem sýndi ökuhraða, hröðun, hemlun, hraðan akstur í beygjum og tíma sem bifreiðar væru í akstri. Upplýsingamar út síritunum væru svo reglulega lesnar inn á tölvur. í málinu kom fram að kynningarfundur hafði verið haldinn með þeim starfs- mönnum Landssímans hf. sem fengu umræddar bifreiðar til umráða, þar sem skýrð voru markmið og framkvæmd verkefnisins. í áliti Persónuvemdar segir að tilgangurinn með því rafræna eftirliti sem hér um ræðir, þ.e. hagræðing í rekstrarkostnaði, fækkun umferðaróhappa og aukið öryggi starfsmanna, sé lögmætur og málefnalegur sbr. 2. tl. 7. gr. pvl. Þá segir að sá 26 Peter Blume og Jens Kristiunsen: Databeskyttelse pá arbejdsmarkedet. Kaupmannahöfn 2002, bls. 120. Sjá og álit Datatilsynets varðandi fyrirtækið Tryg-Baltica. 282
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.