Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 104

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2004, Qupperneq 104
manna og sé því nauðsynlegt að fram fari mat á hagsmunum annars vegar atvinnurekanda á því að vinnsla persónuupplýsinga eigi sér stað og hins vegar á rétti starfsmanns til friðhelgi um einkamálefni sín. Ljóst er að ákvæði 7. greinar persónuverndarlaganna um málefnaleg mark- mið og yfirlýstan, skýran og málefnalegan tilgang verða að vera uppfyllt. Þannig er óheimilt skv. 2. mgr. 7. gr. að vinna með persónuupplýsingar sé til- gangurinn með vinnslunni annar og ósamrýmanlegur þeim tilgangi sem upp var gefinn. í þessu sambandi verður einnig að nefna þá fræðslu- og upplýsinga- skyldu sem á atvinnurekanda hvílir, að upplýsa m.a. um þann tilgang og þau markmið sem hann hyggst ná með því að viðhafa rafrænt eftirlit á vinnustað, og verður vinnsla persónuupplýsinga að rúmast innan þess yfirlýsta tilgangs sem starfsmönnum hefur verið gert kunnugt um. Telja verður eðlilegt að samráð sé haft á vinnustað við fulltrúa starfsmanna eða starfsmenn sjálfa áður en rafrænt eftirlit er tekið upp, enda kemur fram í leiðbeiningarreglum Persónuverndar um eftirlit vinnuveitenda með tölvupósts- og netnotkun starfsmanna að starfsfólki skuli gefinn 15 daga frestur til að koma athugasemdum á framfæri. Þótt umræddar leiðbeiningarreglur taki samkvæmt efni sínu einungis til vinnslu upplýsinga um tölvupóst og netnotkun verður að telja þessar reglur veita leiðbeiningar um hvernig standa skuli að annars konar rafrænni vinnslu persónuupplýsinga um starfsmenn. Þá segja ákvæði laga um trúnaðarmenn og öryggistrúnaðarmenn fyrir um þátttöku þeirra í fyrirhuguðum breytingum sem áhrif geta haft á starfsaðstæður í fyrirtækjum. Að endingu má segja að vafi geti leikið á því hvort það markmið eitt og sér að auka afköst starfsmanna sé „málefnalegt" markmið og vísast í því sambandi sérstaklega til umfjöllunar um eftirlit með tölvupósts- og intemetnotkun og með eftirlitsmyndavélum, þar sem öryggis- og almannahagsmunir eru allt að því hið eina sem sýnist réttlæta slíka vöktun. HEIMILDIR: Andersen, Lars Svennig: Funktionærret. 2. útg. Jurist- og 0konomforbundets forlag. Kaupmannahöfn 1998. Blume. Peter og Kristiansen, Jens: Databeskyttelse pá arbejdsmarkedet. Jurist- og 0konomforbundets Forlag. Kaupmannahöfn 2002. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir: Hér liggur flskur undir steini. Um vinnuumhverfi og líðan starfsfólks í fiskvinnslu. Sjávarútvegsstofnun Háskóla Islands. Reykjavík 2000. Lára V. Júlíusdóttir: Stéttarfélög og vinnudeilur. Alþýðusamband Islands. Reykja- vík 1995. Nielsen, Ruth: Persondata og arbejdsgiverens ledelsesret. Julebog. Jurist- og 0konomforbundets Forlag. Kaupmannahöfn 2000. Opinion 8/2001 on the processing of personal data in the employment context. Article 29 - Data Protection Working Party. 5062/01/EN/Final WP 48. Evrópu- sambandið 2001. 288
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.