Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1996, Page 14

Ægir - 01.03.1996, Page 14
Byrjaði í eldhúsinu hjá pabba segir Bergþór Guðmundsson kokkur á Örfirisey RE Vinnudagurinn hjá Bergþóri Guðmundssyni á Örfiriseynni byrjar kl. 05:00 en morgunmaturinn þarf að vera kominn á borðið kl. 06:00 þeg- ar eru vaktaskipti. Síðan er morgunkaffi kl. 09.00, hádegismatur kl. 12:00, síðdegiskaffi kl. 15:00 og kvöldmatur kl. 18:00. Yfirleitt er kokkurinn laus allra mála upp úr kl. 20:00. Bergþór Guömundsson kokkur á Örfirisey segir aö kokkurinn veröi aö halda uppi aga í borösalnum en samt reyna að gera öllum til hœfis. Það er 27 manna áhöfn á Örfirisey sem er 8 ára gamall frystitogari, 784 brl. aö stærð í eigu Granda hf. Bergþór Guð- mundsson kokkur hefur aðstoðarkokk því áhöfnin er svo fjölmenn. Aðstoöar- kokkurinn, eða messaguttinn, er kokks- ins hægri hönd, vaskar upp og þrífur og sér t.d. yfirleitt um morgunkaffið svo kokkur geti lagt sig eftir morgunmatinn og einnig sér hann um að gera klárt fyr- ir nóttina. Aðstoðarkokkur vinnur alfar- ið í eldhúsi og þarf ekki að fara á dekkið þó margir geri það samt. í fimmtán ár á Elínu „Ég er búinn að vera í þessu í 25 ár," sagði Bergþór Guðmundsson í samtali við Ægi. Hann hóf feril sinn sem sjó- maður á skaki, var messagutti í hálft ár á Vatnajökli í fragtsiglingum. Hann var þar undir verndarvæng föður síns, sem var kokkur á Vatnajökli, og hefur sannarlega fetað í fótspor hans. Eftir að hafa lokið svokölluðu sjókokkanám- skeiði í Hótel- og veitingaskólanum réðist Bergþór sem kokkur á línubátinn Trausta frá Suðureyri en þar bjó hann þangaö til hann réði sig á Örfiriseyna fyrir fjórum árum. Hann var kokkur á ýmsum bátum frá Suðureyri en þegar skuttogarinn Elín Þorbjarnardóttir kom til Suðureyrar varð Bergþór kokkur þar um borð og var þar næstu 15 árin, allt til þess að Elín var seld frá Suðureyri haustið 1991. „Vinnudagur kokksins er alltaf jafn- langur, hvort sem fiskast mikið eða lít- ið. Menn þurfa alltaf að borða." Vinnudegi kokksins lýkur samt ekki þó skipið sé í höfn heldur er hann ábyrgur fyrir því aö panta mat og vist- ir þegar skipið kemur í land og kostar það yfirleitt nokkra snúninga og eftir- lit. „Kokkurinn á að halda fæðiskostn- aðinum það lágum að fæðispeningarn- ir dugi án þess að þaö komi niður á gæðunum. Þetta er stöðug barátta og ég er ánægður ef það tekst en sé engan sérstakan tilgang í að fara mikið undir þessi mörk því þá fer það að koma nið- ur á fæðinu. Ef maður sér fram á að hafa einhvern afgang þá lætur maður frekar áhöfnina njóta þess," segir Berg- þór. Verður að halda uppi aga Er áhöfnin alltaf ánægð með fæð- ið? „Það er náttúrlega aldrei hægt að gera öllum til hæfis þó vib leggjum okkur fram um það. Hitt er svo ann- að mál að menn mega ekki komast upp með neitt múður. Þaö veröur að hafa aga í matsalnum, annars fer allt í vitleysu." Örfirisey er sjaldan skemur úti en fjórar vikur og upp í sex vikur. Er ekki erfitt að hafa alltaf ferskt grænmeti t.d.? „Það verður að stjórna því og nýta fyrst þab sem geymist skemmst. Þetta á við um grænmeti, mjólkurvörur og ávexti. Tómatar og kínakál geymist styst en rófur og hvítkál von úr viti. Skyr og jógurt dugar skammt en súr- mjólk mun lengur. Mjólk til daglegra nota geymist hiklaust í góbum kæli í fjórar vikur en vib eigum alltaf frysta mjólk og G-mjólk. Við geymum brauö í frysti en bök- 1 4 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.