Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1996, Síða 18

Ægir - 01.03.1996, Síða 18
mundir og lætur ekki vel af því en segir fátt til ráöa. „Það væri auðvelt að leysa þessi mál með því setja lög um hámarksleiguverð, t.d. 30-40 krónur og selja allan kvóta á einum stað. En það má ekki þó megi setja lög um flest annað. Frekar vilja sjó- mannasamtökin og útgerðarmenn sitja vikum saman á fundum og rífast um þessi mál og það kemur ekkert út úr því. Ekki nokkur skapaður hlutur. Ég þakka Guði fyrir meðan hægt er að fá kvóta leigðan því um leið og það hætt- ir þá erum við bátamenn í vandræðum." Aðalsteinn segir að það séu togaraút- gerðir sem leigi frá sér kvóta og sendi skipin á veiðar utan landhelgi og utan kvóta. Bátar eins og Hringur hafi ekki að- stöðu né búnað til þess að sækja í teg- undir utan landhelgi og fátt sé um væn- legar tegundir sem ekki er kvóti á. „Keilan var fljót að urgast upp. Það er stutt síðan að hægt var að sækja á línuna 30 til 40 tonn í róðri af keilu og löngu hérna austur með, en það er liðin tíð. Þorskgengdin virðist vera miklu meiri núna en undanfarin ár. Það er enginn vafi á því en það er heldur enginn vafi á því að aðrar tegundir en þorskur eru í stórri hættu og þab hefur verið sótt alltof fast í þær." Verið að útrýma úthafskarfanum Aðalsteinn telur að óhætt hefði verið ab bæta við í veiði 10-15 þúsund tonn- um af þorski vegna aukinnar fiskgengdar en átelur togara fyrir ofveiði á karfa. „Það er til skammar fyrir togaramenn hvernig er verið að útrýma úthafskarfan- um með stórvirkum tækjum eins og Gloríutrollinu. Þetta sjá allir og margir, meira að segja togaramenn, hafa bent á þetta en enginn hlustar. Verst er að fiskifræðingar hlusta ekki á aðvaranir sjómanna heldur virðast taka meira mark á veiðarfærasérfræðingum sem eru með stjörnur í augunum yfir þessu frábæra veiðarfæri." Annars segir Aðalsteinn að fiskifræð- ingar hafi traust sitt á mörgum svibum og segir að Jakob Jakobsson sé merkasti fiskifræbingur í heimi. Sjómenn og fiski- fræðingar hafa deilt um þær vísbending- ar sem felast í aukinni þorskgengd en Hafrannsóknastofnunin hefur ekki talið ástæðu til að endurskoöa leyfilega veiði. „Það er siæmt ef kerfiö er svo ósveigj- anlegt að aldrei megi breyta neinu en það er sjálfsagt að láta þorskinn njóta vafans. Það er öllum til góbs ab stofninn vaxi. En það má samt ekki ganga algjörlega frá hinum stofnunum á meban. Þá endum við í verri málum. Ég óttast að það sé ekki horft á heildar- myndina heldur of mikið á friðun ein- stakra tegunda. En það er ekki von á góðu þegar allir þykjast hafa vit á sjávarútvegi og sjó- menn eru aldrei þátttakendur í umræð- unni. Það eru alls konar spekingar ab tala um kvótasvindl og kvótabrask en sjó- menn eru aldrei spurbir. Það eru auðvitað vafasamir menn í hópi sjómanna og útgeröarmanna en það er í öllum greinum." Hvað er þetta kvótabrask Afli Hrings er lagður upp hjá eigin verkun í Hafnarfirði. Hvernig eru samn- ingarnir við sjómennina? „Við borgum 75 krónur fyrir kilóið af þorski. Með því að leigja kvótann þá stendur þaö í járnum." Má þá segja að þínir sjómenn taki þátt i kvótakaupum? „Nei, þeir gera þab ekki en gera það samt. Þab má segja að öll útgjöld útgerð- arinnar komi niður á afkomu áhafnar- innar. Ég skil ekki þetta orð; kvótabrask. Okkar verð er þaö sem algengt er, hvorki lægra né hærra en almennt er. Þab eru alls konar verð í gangi." 18 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.